Færsluflokkur: Dægurmál
Frábær Madonnusýning á Broadway
27.11.2008 | 15:42
Um síðustu helgi, 22. nóvember, fór ég ásamt nokkrum skyldmennum á Broadway í jólahlaðborð og að sjá Madonnusýningu Jóhönnu Guðrúnar og hennar sveitar. Konan mín hafði farið í haust með saumaklúbbi sínum til London og sá þar Madonnu sjálfa á Wembley. Mér þótti það nokkuð mikið svindl enda var það miklu frekar ég sem hafði haft gaman af Madonnu. Konan mín meira svona fyrir pönkið ef satt skal segja. En hér voru því komnar mínar sárabætur.
Sýnigin kom mjög á óvart þar sem allt heppnaðist fullkomlega hjá þeim í tæplega tveggja tíma sýningu.
Fyrirfram hefði mér þótt Jóhanna Guðrún ekki líkleg til að hafa kraft í að syngja Madonnulögin en það var öðru nær. Hún söng hvern Madonnusmellinn á eftir öðrum með krafti og þokka. Þannig söng hún Papa Dont Preach frábærlega svo dæmi sé tekið.
Sýningin naut þriggja mjög góðra bakraddasöngvara sem sýndu virkilega hvað í þeim bjó í þeim lögum sem þær sungu einar, eins og t.d. í Perfect Stranger. Danshópurinn í sýningunni steig hvergi feilspor og síðast en ekki síst verður að nefna hljómsveitina sem átti afbragðsleik.
Í þetta stórri og langri sýningu var svo margt sem hefði getað farið úrskeiðis en það gerðist aldrei. T.d. söngur Jóhönnu og bakraddasöngvaranna, hljóðfæraleikurinn, dansinn og myndasýningar á fjórum stórum sýningartjöldum í Broadway. Sýningin tókst óaðfinnanlega og fær hér mín bestu meðmæli. Takk fyrir mig.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Til hamingju Ísland!
16.11.2007 | 10:00
Nú eru liðin 200 ár frá fæðingu Jónasar Hallgrímssonar. Það var ótrúlega miklu markverðu sem hann kom í verk á þeim 37 árum sem hann lifði. En skyldi hann nokkurntíma hafa gert sér grein fyrir því hvað hann átti eftir að hafa djúpstæð áhrif á þá Íslendinga sem á eftir komu?
Í upphafslínu Hulduljóða eftir Jónas segir hann "Skáld er ég ei en huldukonan kallar". Þetta var ekki mikið sjálfshól sem hann hefði svo vel getað leyft sér sem mesta ljóðskáld þjóðarinnar. Í öðru kvæði sem hann semur undir lok ævi sinnar segir hann "Veit ég af stuttri stundarbið/stefin mín engir finna".
Mikið held ég að hann hefði glaðst hefði hann upplifað það sem nafn hans hefur skilað í hugum þeirra sem á eftir komu. Má þar nefna Atla Heimi, Pál Valsson, Megas og fleiri og fleiri.
Nú segi ég eins og Silvía: Til hamingju Ísland!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnlendingar heppnir
17.4.2007 | 13:21
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nútíma þrælahaldarar
17.4.2007 | 13:08
Stimpilklukkur eru miklir þrælahaldarar. Þeim er nákvæmlega sama hvort verið sé að vinna eitthvað af viti eða vinnutímanum sé eytt í einhverja gagnleysu. Bara að starfsmaðurinn sé mættur á vinnustaðinn.
Eðlilegra væri að atvinnuveitendur réðu starfsfólk til að gegna ákveðnu hlutverki og greiddi því laun eftir því hversu vel það stæði sig í að sinna því hlutverki. Þessi háttur er sjálfsagt ekki einfaldur hjá hinu opinbera þar sem oft á tíðum virðist vera nánast ómögulegt að segja upp slæmu starfsfólki.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hekluskógar
17.4.2007 | 13:00
Á annan í páskum var sýnd í sjónvarpinu mjög góð mynd um Hekluskógaverkefnið. Svæðið sem um ræðir er að mestu leiti á Landmannaafrétti að því að mér sýnist. Hér er um að ræða gríðarstórt verkefni sem mun taka marga áratugi.
Það sem fólk þarf að átta sig á er að það er svo óskaplega erfitt að rækta upp en það er svo einfalt og lítið mál að eyða gróðri. Þannig að þessi uppgræðsla/skógrækt á eftir að ganga erfiðlega. Á þessu svæði er stundum mjög slæmt sandfok/vikurfok sem mun fara illa með frumgróðurinn.
Annað mál sem ekki var sérstaklega minnst á í sjónvarpsmyndinni er að upprekstri á Landmannaafrétt verður að ljúka til að þessi stórhuga framkvæmd eigi einhvern möguleika á árangri.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
KGB
17.4.2007 | 12:40
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Flatir skattar
11.2.2007 | 20:12
Í Silfri Egils í dag sagði Geir Haarde að ef við værum á degi núll þá yrði líklega réttast að byrja með flatan skatt en nú væri það ekki svo auðvelt vegna þess að við ættum sögu. Sjálfsagt er þetta rétt hjá honum en hins vegar teldi ég rétt að yfirvöld kæmu með stefnumarkandi yfirlýsingu um að stefnt skyldi að flötum skatti í áföngum. Ef til vill tekur það kannski svona 20 til 40 ár í framkvæmd.
Réttast væri að láta skattkerfið fikra sig smátt og smátt í áttina að flötum skatti. Flatir skattar hafa svo marga jákvæða kosti að það verður hreinlega að taka þá upp þó að það taki langan tíma.
Ég hef alltaf verið efins um að skattleggja fyrirtæki þar sem að þau borga ekki skattinn heldur eru það viðskipavinir þeirra sem borga hann á endanum. Einhver skattur verður þó sjálfsagt að vera á fyrirtækjum til þess að ná tekjum af þeim sem starfa líka eða að öllu leiti erlendis.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fyrsta bloggfærsla
10.2.2007 | 09:35
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)