Enn um vandræði Toyota

Eins og ég nefndi í blogfærslu minni í gær þá eru vandræði Toyota mikil. Gallar eru í eldsneytisgjöf og hemlum. Nú er það orðið svo að tölvubúnaður nýrra bíla er sífellt að aukast og tengibúnaður við hina ólíklegustu skynja verður sífellt meiri.

toyota2

Þannig þarf inngjöf nýrra bíla að búa yfir gervigreind og hemlar hafa frá upptöku ABS hemlunarkerfis verið tölvustýrð fyrirbæri. Þá hefur jafnvægiskerfi bæst við hemlunarbúnaðinn og fl. Allt tölvustýrt.

Bílar sem hafa tvo orkugjafa; bensín og rafmagn nýta hemlun til orkuöflunar. Allt tölvustýrt.

Forritin sem stýra þessum hlutum eru þúsundir, þúsundir lína. Örugglega eru einhverjar forritunarvillur þar, sem ekki koma fram nema við sjaldgæf og óvenjuleg skilyrði. Forritunarvillur skipta PC notendur ekki miklu máli. Þeir geta þá bara endurræst tölvuna ef hún krassar. Forritunarvillur geta hinsvegar haft banvænar afleiðingar séu þær í farartækjum.

Vandræði Toyota með þessa hluti eru því ekki svo óeðlilegir, enda stærsti bílaframleiðandinn. Sjálfsagt munu fleiri bílaframleiðendur einnig lenda í svipuðum vandræðum.


mbl.is Forstjóri Toyota biðst afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband