Um fjallvegi á austur- og norðurlandi
17.8.2011 | 17:53
Í síðustu viku fór ég um austur- og norðurland og fór yfir flesta fjallvegi á svæðinu. Ég hafði aldrei áður farið yfir Hellisheiði eystri né Oddsskarðið. Báðir vegirnir eru stórhættulegir og sjálfsagt lokaðir stóran hluta vetrar. Sól og blíða fylgdi mér í þessari ferð og það var ekki fyrr en í Héðinsfjarðargöngunum sem bíllinn fékk alvöru bleytu á sig. Göngin leka nefnilega!
Nýi vegurinn milli Raufarhafnar og Kópaskers er mjög góður. Eins er vegurinn milli Sauðárkróks og Skagastrandar líka fínn.
Vaðlaheiði hef ég oft farið yfir en aldrei talið hana neinn sérstakan farartálma. Ef norðlendingar vilja endilega göng þar í gegn er það í lagi mín vegna, borgi þeir þá sjálfir göngin.
Hugsanlega segja einhverjir þá að öll þjóðin þurfi að borga byggingu Hörpu en ég var áður búinn að fordæma byggingu hennar og þá sérstaklega eftir hrunið 2008.
Fjármögnun ganga tryggð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.