Frábær tíðindi
3.11.2011 | 17:25
Það að Hanna Birna bjóði sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins er frábært. Þeir sem fylgst hafa með henni í stjórnmálum vita að hún er heiðarleg, réttsýn og sanngjörn. Hún hefur líka trú á fólki til að standa sig í uppbyggingu þjóðfélagsins og vill hjálpa við slíkt öfugt við núverandi stjórnvöld sem reyna helst að draga kjark úr fólki eða hefta það niður.
Best væri að þeir þingmenn sem sátu á þingi fram til 2008 sæu að þeirra tími er liðinn svo þeir bjóði sig ekki fram aftur.
Snýst um líklegan sigurvegara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.