Sumarfrí á Suđurlandi
15.7.2012 | 22:27
Síđustu viku hefur fjölskyldan veriđ í sumarfríi á Suđurlandi í frábćru veđri. Síđustu helgi fórum viđ á Hvolsvöll ţar sem viđ fengum hús tengdaforeldranna međan ţau voru í hestaferđalagi. Á mánudag fórum viđ ađeins í kringum Hvolsvöll, m.a. fórum viđ undir Seljalandsfoss og í kaffi í kaffihús Önnu undir Eyjafjöllum.
Hildur Davíđsdóttir undir Seljalandsfossi
Um kvöldiđ fórum viđ í mat á Hellishólum í Fljótshlíđ ţar sem ég borđađi frábćran hamborgara sem hét Eyjafjallaborgari.
Daginn eftir var fariđ í Ţórsmörk ţar sem viđ enduđum í Básum í Gođalandi. Lítiđ var í ánum svo ég nýtti tćkifćriđ og lét konuna um ađ aka yfir árnar . Ţađ ađ aka yfir jökulár getur veriđ dauđans alvara svo nauđsynlegt er ađ fara rétt ađ hlutunum. Hér er frábćr grein eftir Halldór J. Theódórsson um ţessu hluti.
Á miđvikudeginum slóst konan í hópinn í hestaferđ foreldra sinna ţar sem ţau riđu um Landeyjar. Á međan fór ég ásamt krökkunum til Vestmannaeyja međ Herjólfi.
Hildur Davíđsdóttir og Ágúst Viđar Davíđsson í Eyjum
Í Eyjum spásseruđum viđ um bćinn og kíktum m.a. á Sprangiđ.
Í dag fór ég međ konunni í Grćndal viđ Hveragerđi.
Sigrún Ágústsdóttir í Grćndal
Í Grćndal eru engir göngustígar svo betra er ađ fara međ gát ţví ţar er fullt af hverum og heitu vatni. Dalurinn sjálfur er gróinn enda ber hann nafniđ Grćndalur.
Davíđ Pálsson í Grćndal
Nćsti dalur fyrir vestan Grćndal er Reykjadalur en um hann fer mikiđ af ferđafólki.
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.