Söngvakeppni Sjónvarpsins - annar þáttur sæmilegur

Það kom á óvart að annars auðgleymanlegt ættjarðarlag Einars Scheving skyldi ekki komast áfram í kvöld. Páll Rósinkrans var bara langt frá sínu besta og einhvernveginn eins og hann væri ekki alveg með hugann við lagið.

Lög Hallgríms Óskarssonar í flutningi Ingó og Einars Oddssonar í flutningi Ernu Hrannar Ólafsdóttur voru bæði svona týpísk Eurovision lög. Hallgrímur fékk atkvæði sem dugðu honum áfram. Hendingar úr því lagi virðast nokkuð stolnar - eða það finnst mér.

Lag Erlu Gígju Þorvaldsdóttur í flutningi Hreindísar Ylfu var kannski ágætt, en á ekki heima í þessari keppni, þó að það kæmist áfram núna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband