"We can all get along"

Íslendingar eru um 300 þúsund talsins. Ef frá eru teknir nýbúar, þá erum við öll skyld. Ekki fjarskyldari en í 8 til 9 lið.

Þetta þýðir annars vegar að lögregluliðið eru frændur okkar og frænkur. Sömuleiðis þeir sem ófriðlegast láta af mótmælendum. Jafnvel allur þingheimur líka. Við eigum auðvitað ekki að beita nokkurn mann ofbeldi. Varla förum við að sýna frændfólki okkar banatilræði?Ég verð samt að segja það að þessir u.þ.b. 30 manns sem bera ábyrgð á að setja þjóðina á vonarvöl eru "ættinni" ekki til sóma.Geir Haarde er (ennþá) forsætisráðherra þjóðarinnar. Hann er líka forsætisráðherra þeirra er kasta eggjum að embættisbifreið hans. Hann þyrfti að biðja þjóðina afsökunar á þeirri stöðu sem hún er komin í. Hann yrði maður að meiri fyrir vikið.

Svertinginn Rodney King varð heimsfrægur árið 1992 eftir að myndir höfðu náðst í Los Angeles af því þegar hvítir lögreglumenn börðu hann í klessu með kylfum. Hann kom síðan fram í sjónvarpi og sagði orð sem urðu fleyg: "We all can get along"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband