Þór Sigfússon að formanni Sjálfstæðisflokksins, Hanna Birna varaformanni

Vonandi mun Geir vinna sigur á sínum veikindum sem og Ingibjörg Sólrún.

Sjálfstæðisflokkurinn mun velja sér nýjan formann í mars og þá skiptir öllu að vel takist til. Ég teldi misráðið af landsfundinum að velja einhvern af núverandi þingliði til forystu. Kjósendur myndu illa sætta sig við slík forystuskipti enda frammistaða þeirra lítil og tiltrú til þeirra lítil. Framtíðar stjórnarmöguleikar yrðu þá engir.

untitled

Þór Sigfússon teldi ég mjög heppilegan í formannsstarfið. Hann er vel menntaður og með góða greind. Líka tilfinningagreind sem skiptir miklu máli við núverandi aðstæður. Hann hefur verið afkastamikill og kann að koma góðum hlutum í verk.

Þór hefur það kannski gegn sér að hafa ritað bækur um útrásina. Útrás sem nú hefur brotlent, okkur öllum til tjóns. Þá hefur hann unnið með Milestone-liðinu sem er komið í þrot að því er virðist.

Kostir Þórs er að hann hefur umfram aðra hæfileika til að tala við fólk á jákvæðan og uppbyggilegan hátt og vera hvetjandi, sem fólki veitir ekki af í núverandi svartnætti.

hannabirnamyndnystaerri

Hanna Birna hefur sýnt frábæra stjórnunarhæfileika í erfiðu starfi sem borgarstjóri. Hún er ákveðin og lætur vandamál eða erfiðleika ekki setja sig útaf sporinu.

Kannski væri það fullmikið fyrir Hönnu Birnu að sinna starfi borgarstjóra og varaformanns Sjálfstæðisflokksins en núverandi staða kallar einfaldlega á að bestu mögulegu kandidatar myndu veljast til forystu Sjálfstæðisflokksins. Þess vegna nefni ég hér þau Þór og Hönnu Birnu.


mbl.is Geir með fullt starfsþrek
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hahaha...  Þetta eru lélegustu tilnefningar sem ég hef heyrt.

Gunnar Pétursson (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 16:42

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ekki svo vitlaus hugmynd, Davíð.  Spurningin er hvort flokkseigendafélagið gæti samþykkt hann.

Marinó G. Njálsson, 24.1.2009 kl. 16:55

3 identicon

Sjálfstæðismenn verða að gera þá kröfu að allir sem tengjast flokknum hugmyndafræðilega víki.  Nýtt fólk í forystu verður krafan.  Þau eru ekki nýtt fólk.

Anna Maria (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 16:57

4 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Þetta er svo góð hugmynd að ég gæti næstum því skráð mig í flokkinn til að kjósa Þór. En Hanna Birna er uppeldisroðhænsi Miltons Friedman, málfundafélagsframapotari og ekki gjaldgeng. Tek svo fram að ég sagði næstum því.

Ævar Rafn Kjartansson, 24.1.2009 kl. 20:51

5 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Þór Sigfússon er frábær kandídat - hann myndi klárlega pluma sig. Hanna Birna er öllu síðri og myndi ekki trekkja fólk að flokknum nema síður væri.

Jón Agnar Ólason, 24.1.2009 kl. 23:52

6 identicon

Veistu hver afsraða þeirra er til - Evrópusambandsins ?

Benedikta E (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 09:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband