Söngvakeppni Sjónvarpsins - þriðji þáttur athyglisverður

Það var nákvæmlega ekkert íslenskt við lag Óskars Páls Sveinssonar, Family, í flutningi Seth Sharp. Minnti mig á eitthvað þunnt og lélegt enskt lag.

Ég hef ekki gaman af jazz lögum og þ.a.l. ekki lagi Grétars Sigurbergssonar, Close To You. Lagið hefur sjálfsagt verið erfitt í söng og náði söngkonan Kristín Wium sér alls ekki á strik í því, a.m.k. ekki fram af.

Country lag Torfa Ólafssonar, Easy To Fool, var hresst og vel flutt og því eðlilegt að það kæmist áfram.

Besta lag kvöldsins var lag Alberts Jónssonar, Lygin ein, í flutningi Köju Halldórsdóttur og nýtur það sín best á góðu blasti.

Upphaf þáttarins í kvöld var skemmtilegt þar sem fólk úti í bæ dansaði fyrir sjónvarpsvélarnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband