Hugmynd fyrir Dorrit
11.2.2009 | 12:48
Ef hugmynd Dorritar um að gera Ísland að Dubai norðursins fyrir hina efnameiri, verður einhverntíma að veruleika þá kæmi svokallað Dinner in the Sky til greina. Nóg er a.m.k. af lausum byggingakrönum út um allt núna.
http://www.dinnerinthesky.com/dits_dinner/index.php
Reyndar gæti vindur verið erfiður hjá okkur en væntanlega yrði hægt að setja skjólveggi úr gleri á svona fyrirbæri.
Athugasemdir
Sæll Davíð,
það er hætt við því að verulega dragi úr ferðum útlendinga til Íslands og annarra landa því að það kreppir að fjárhagi fólks, ekki bara hér á landi heldur um heim allan. Ekki hef ég trú á því að auðmenn muni flykkjast í frí til Íslands. Það er ljóst að fólk hefur dregið verulega úr ferðalögum og á eftir að dragast saman enn frekar. En hugmyndin hjá þér er stór fín.
Tómas Ibsen Halldórsson, 11.2.2009 kl. 13:02
Strákar - Er frúin ekki bara að snúa útrásinni við - nú með nýju liði - í - INNRÁS !!! - það er svo mikið af tómum húsum hér - segir frúin í útlendu pressunni.
Útrásin - greiddi - með vöndlum eða lofti - Nei takk sleppum því!!!
Nýtum bara auðlindir landsins - og verum sjálfum okkur nóg - við kinnum það!
Benedikta E (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 20:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.