Önnur sparnaðarhugmynd

Í um 80% bifreiða er ökumaður einn í bifreiðinni. Oft er um langan veg að fara til vinnu fyrir fólk. Öllum þessum akstri fylgir gríðarlegur kostnaður. Þó að þarna megi spara með því annars vegar að sameinast í bíla eða nota almenningssamgöngur þá tel ég aðra leið geta sparað enn meira, en það er að fólk vinni tölvu- og símatengt heimanfrá sér. Öll tækni er fyrir hendi til að nýta sér þessa leið.

picture1_795337.jpg

Þetta getur átt við fjölda fólks á hinum ýmsu stofnunum og fyrirtækjum. Gallinn er kannski sá að yfirmenn hafa helst viljað hafa starfsfólkið hjá sér á vinnustað þar sem það stimplar sig inn og út.

Yfirmenn fyrirtækja þyrftu þá að hafa leið til að meta afköst starfsfólksins fremur en viðverumælingu gerða með stimpilklukku.

Það er margt starfsfólk, sem hefði til þess aðstöðu, sem myndi gjarnan þiggja það að geta unnið heimanfrá sér kannski tvo daga vikunnar en mæta á vinnustað hina þrjá.

Með þessu mætti spara miklar upphæðir sem ekki veitir af núna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband