Tölvukostur sem ég nota heima hjá mér

Til fróðleiks langar mig hér til að telja upp þann tölvukost sem er heima hjá mér:

Borðtölvan er glæný HP dx2400 með 2 Gb minni, 160 Gb disk, Intel G33/G31 skjákorti og DVD skrifara. Við hana er tengdur 19" Fujitsu LCD skjár, HP lyklaborð og G5 Laser Logitech mús.

Þessi tölva er satt að segja mun betri en ég hafði reiknað með og virðist því hverrar krónu virði.

HP Photosmart D7620 prentari er tengdur tölvunni. Þetta er fyrirtaks prentari, sérstaklega fyrir ljósmyndaprentun. Eini gallinn er hvað blekhylkin eru dýr!

Þá er ég tengdur Internetinu með ADSL router frá Zyxel (802.11g). ADSL sambandið er ég með hjá Vodafone þó að öll símatenging sé hjá Símanum, þ.e. borðsími og GSM. ADSL sambandið kostar rúmar sex þúsund krónur á mánuði og er kannski óþarflega öflugt. Til veiruvarnar er ég með AVG 8 veiruvörnina.

Diski tölvunnar hef ég skipt í tvennt. Annars vegar 80 Gb Windows Vista disk fyrir fjölskylduna þar sem hver hefur sinn aðgang. Hins vegar Windows 7 disk sem ég sjálfur nota (og er að rita þetta blog með). Póst er ég með hjá Windows Live og er með Outlook 2007 á tölvunni með Outlook Connector sem tengist pósthólfi mínu hjá Windows Live. Frábær lausn.

Windows Vista er frábært stýrikerfi sem reynist vera svo miklu betra en Windows XP. Windows 7, sem er uppfærð útgáfa af Windows Vista, er enn í beta útgáfu og lofar góðu.

Ég og eiginkonan notum svo tölvuforritið Skype til að hringja með til vina og ættingja í Bandaríkjunum og á Filipseyjum. Önnur úrvals lausn sem sparar útgjöld.

Einnig tengjast stundum tölvunni Canon Powershot A540 ljósmyndavél og Ipod Touch.

Öllu ofantöldu get ég mælt hiklaust með en vil samt benda á að það að tvískipta diski milli tveggja stýrikerfa er tæplega á færi leikmanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það vantar aðeins hvar þú tryggir þennan feita bita?

ingibergur (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband