Kastljós kvöldsins og Paul Harvey

Í Kastljósi kvöldsins var innlit til heimilisfólksins á Hólum á Rangárvöllum. Sannarlega yndislega fallegur þáttur nú á tímum. Ég sem gamall nágranni þessa fólks veit að þau búa í einhverri fallegustu sveit landsins.

Lengi hafa þau lifað án þess að setja sig inn í neyslukapphlaup þjóðarinnar, enda eru þau heldur einangruð þarna í Heklusveitinni. Þegar dóttirin á bænum fékk spurninguna hvort hún ætlaði ekki í sumarfrí þá var eins og hún skyldi ekki spurninguna.

Það minnti mig á það sem bandaríski útvarpsmaðurinn Paul Harvey, sem andaðist um daginn níræður að aldri, sagði um vinnu sína allt til dauðadags. Hann sagði að þegar maður starfi við það sem maður hafi yndi af þá er það ekki vinna! http://www.abcrn.com/harvey/

Paul Harvey var daglegur gestur á Kanaútvarpinu í gamla daga, reyndar eins og útvarpsfréttastöðva um öll Bandaríkin. Fréttaþættir hans voru mjög áheyrilegir enda gat hann flutt fréttir á svo áheyrilegan og jákvæðan hátt.

Fréttaþættir hans skyldu mann eftir með meiri trú á mannkynið og framtíðina. Hans er sárt saknað af hlustendum sínum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki veit ég nú hversu einangruð Heklusveitin er og finnst hálf vandræðalegt hveru illa upplýst fólkið er um okkur gerifuglana. Öldin er önnur, ungt fólk fer almennt ekki í sumarfrí heldur fer skólafríið í vinnu. Einangrunin er ekki meiri en sú að börnin eru öll í vinnu eða skóla utan heimilis...en það er gott ef menn geta búið sér til svitarómantík :D

Harpa Rún Kistjánsdóttir (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 09:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband