"We can all get along"
22.1.2009 | 22:13
Íslendingar eru um 300 þúsund talsins. Ef frá eru teknir nýbúar, þá erum við öll skyld. Ekki fjarskyldari en í 8 til 9 lið.
Þetta þýðir annars vegar að lögregluliðið eru frændur okkar og frænkur. Sömuleiðis þeir sem ófriðlegast láta af mótmælendum. Jafnvel allur þingheimur líka. Við eigum auðvitað ekki að beita nokkurn mann ofbeldi. Varla förum við að sýna frændfólki okkar banatilræði?Ég verð samt að segja það að þessir u.þ.b. 30 manns sem bera ábyrgð á að setja þjóðina á vonarvöl eru "ættinni" ekki til sóma.Geir Haarde er (ennþá) forsætisráðherra þjóðarinnar. Hann er líka forsætisráðherra þeirra er kasta eggjum að embættisbifreið hans. Hann þyrfti að biðja þjóðina afsökunar á þeirri stöðu sem hún er komin í. Hann yrði maður að meiri fyrir vikið.Svertinginn Rodney King varð heimsfrægur árið 1992 eftir að myndir höfðu náðst í Los Angeles af því þegar hvítir lögreglumenn börðu hann í klessu með kylfum. Hann kom síðan fram í sjónvarpi og sagði orð sem urðu fleyg: "We all can get along"
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Söngvakeppni Sjónvarpsins - annar þáttur sæmilegur
17.1.2009 | 22:21
Það kom á óvart að annars auðgleymanlegt ættjarðarlag Einars Scheving skyldi ekki komast áfram í kvöld. Páll Rósinkrans var bara langt frá sínu besta og einhvernveginn eins og hann væri ekki alveg með hugann við lagið.
Lög Hallgríms Óskarssonar í flutningi Ingó og Einars Oddssonar í flutningi Ernu Hrannar Ólafsdóttur voru bæði svona týpísk Eurovision lög. Hallgrímur fékk atkvæði sem dugðu honum áfram. Hendingar úr því lagi virðast nokkuð stolnar - eða það finnst mér.
Lag Erlu Gígju Þorvaldsdóttur í flutningi Hreindísar Ylfu var kannski ágætt, en á ekki heima í þessari keppni, þó að það kæmist áfram núna.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Blaðamenn - skoðið þyrluleiguna
15.1.2009 | 21:22
![]() |
Flugmaður í mál við Gæsluna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Núna ætti verðbólga að mælast lítil sem engin - eða hvað?
15.1.2009 | 14:16
Þeim sem eru með verðtryggð lán er eðlilega í mun um að verðbólgan fari að gefa eftir. Þegar mælingar verða gerðar í þessum mánuði ætti flest að geta leitt til þess að verðbólgan mælist lítil sem engin. Bensín hefur ekki verið ódýrara síðustu mánuði. Flugfargjöld hafa ekki fengist ódýrari óralengi. Útsölur eru út um allt.
Verðbólga ætti því að snarminnka og stýrivextir hljóta því að geta lækkað einnig. Reyndar hefur því verið haldið fram að verðbólgan dragist að stýrivöxtunum svo það væri reynandi þess vegna að stórlækka þá.
Eru stýrivextirnir kannski alfarið ákvarðaðir af Alþjóðagjaldeyrissjóðnun?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bush kvaddur
12.1.2009 | 20:23
Næsta þriðjudag mun Obama taka við forsetaembættinu í Bandaríkjunum. Í dag hélt Bush síðasta blaðamannafund sinn og ræddi þar við blaðamenn um forsetaferil sinn síðustu 8 ár.
Bush viðurkenndi á fundinum í dag að hann væri ekki góður ræðumaður. Margt af því sem hann hefur látið út úr sér hefur verið klaufskt svo ekki sé meira sagt. Þannig sagði hann t.d. í dag að það hefðu verið vonbrigði að ekki skyldi hafa fundist gereyðingarvopn í Írak!
En talandi um það; þegar Bandaríkjamenn höfðu ráðist inn í Írak þá sögðu sumir Bandaríkjahatarar að auðvitað myndu þeir "finna" gereyðingarvopn. Þeir myndu koma þar fyrir sjálfir sýklaverksmiðju eða einhverju svoleiðis og látast síðan finna hana þar.
Sjálfsagt hefði Bush getað látið slíkt gerast, en hann gerði það ekki svo kannski er hann ekki eins slæmur og menn hafa talið.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Alvarleg er staðan
11.1.2009 | 13:50
Stuttu eftir bankahrunið hitti ég Þór Sigfússon formann SA. Ég fór þá að býsnast yfir hversu grafalvarleg staða mála væri og eins og ég sagði þá; að sautján næstu kynslóðir yrðu með drápsklyfjar á sínum herðum. Þór sagði þetta af og frá. Það kæmu vissulega slæmar fréttir en aldrei væri minnst á þá mjög svo jákvæðu hluti sem þjóðin byggi yfir. T.d. nefndi hann miklar eigur bankanna, sérstaklega í útlánum sem myndi rétta stöðuna fyrr en menn ætluðu. Ég hef verið að reyna að trúa þessu en þegar slæmar fréttir, t.d. um hversu litlar líkur eru á að stór hluti þessara útlána fáist endurgreiddur, halda áfram að hlaðast upp, þá minnkar sífellt vonin.
Ríkisstjórnin virðist greinilega vera algjörlega vanhæf til að gera nokkuð rétt í stöðunni og segja má að hún hafi bara gert illt verra. Ég hef áður bent á að skipta þurfi út öllum þingheimi. Mótmælendur hafa einbeitt sér að of mörgum hlutum, enda af mörgu að taka, en ættu að mínu mati að einbeita sér aðeins að Geir Haarde. Sjálfur er ég hægri maður en Geir og ríkisstjórnin skemmir fyrir framtíðarmöguleikum hægri sinnaðs fólks til að hafa áhrif.
Það hefur reynst vel að þjóðarleiðtogi tali alltaf í jákvæðum tóni þrátt fyrir erfitt ástand og dragi þannig þjóðina upp með sér. Þannig var Ronald Reagan alltaf jákvæður þrátt fyrir erfitt ástand þegar hann tók við eftir Jimmy Carter og þannig tókst honum að rífa Bandarískt þjóðlíf upp með sér. Verra er þegar þjóðarleiðtogi er krónískur lygari eins og Geir hefur verið.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Söngvakeppni sjónvarpsins - fyrsti þáttur góður
10.1.2009 | 22:11
Fyrsti þátturinn af söngvakeppni sjónvarpsins var nokkuð góður. Þannig var ég ánægður með að Jóhanna Guðrún skyldi komast áfram, enda lagið sem hún söng mjög gott (a.m.k. í góðum hljómflutningstækjum) og vinnur vel á, svona eins og norska lagið í Eurovision í fyrra gerði.
Lag Valgeirs Skagfjörð fannst mér áberandi síst en ég reiknaði samt með því að Heiða myndi komast áfram en það varð ekki.
Það eftirminnilegasta við þáttinn var þegar Ragnhildur Steinunn kyssti Evu Maríu. Það eru kannski engir aðrir til þess núna fyrst Óskar er farinn...
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stafrænir tónleikar frá Berlín
8.1.2009 | 13:24
Á síðasta ári fór ég tvisvar til Berlínar. Fyrst í janúar og síðan aftur í maí. Berlín er stórkostleg borg, en eftir gengishrap krónunnar er orðið tvöfalt dýrara að sækja hana heim.
Nú þegar fyrirséð er að byggingu tónlistarhallarinnar verður ekki lokið á næstu árum þá getur fólk sótt á ódýran og góðan hátt til Berlínar Fílharmoníunnar.
Þeir sem hafa tölvur sínar tengdar góðum hátölurum geta nú fylgst með tónleikum Berlínar Fílharmóníunnar í miklum stafrænum gæðum á tölvum sínum.
http://dch.berliner-philharmoniker.de/#/en/tour/.
Hverjir tónleikar kosta nokkrar evrur.
Þannig verða þeir með Strauss/Beethoven/Carter tónleika undir stjórn Zubin Metha kl 15 (að íslenskum tíma) sunnudaginn 11. janúar.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um laseraðgerðir á augum
29.12.2008 | 16:16
Nú eftir mikið fall krónunnar eru laseraðgerðir á augum hérlendis orðnar vel samkeppnishæfar við nágrannalöndin (a.m.k. á Norðurlöndunum).
Hér langar mig að segja frá þessari aðgerð sem ég fór í 20. febrúar 2001. Ég var með mikla nærsýni (-5 á báðum augum) og smá sjónskekkju. Fyrst fór ég í skoðunartíma á stöðina sem ég hafði valið, Lasersjón (www.lasersjon.is). Það reynast víst ekki allir vera með augu sem hafa gagn af svona laseraðgerðum en mín augu voru það án athugasemda.
Eftir sjónmælingar þar sem athugað var hve mikil nærsýnin og sjónskekkjan væri þá fékk ég tíma fyrir aðgerðina. Regla er að ekki séu notaðar linsur í einhverja daga fyrir mælinguna svo hún væri alveg rétt. Gott er að hafa sólgleraugu með í þessa aðgerð þar sem augun geta verið viðkvæm fyrir birtu fyrstu klukkutímana eftir aðgerðina.
Fyrir aðgerðina sjálfa, sem tekur ekki nema örfáar mínútur, eru settir dropar í augun sem deyfa þau fyrir laserinn.
Mig hafði langað til að hrópa "Ég sé, ég sé" þegar aðgerðin sjálf var búin en það var ekki hægt, þar sem maður sér allt í móðu fyrst á eftir.
Þessi aðgerð breytir miklu fyrir mann. Engin gleraugu, ekkert vesen lengur. Ég var spurður af kunningjum fyrst á eftir hvort þetta hefði ekki verið sárt en ég svararaði eins og var, að ég hefði ekki fundið fyrir neinu - ekki fyrr en ég þurfti að borga!
Þetta kostaði um 300.000 kr. sem mér þótti nokkuð mikið þá, en áttaði mig þó fljótt á því að þetta margborgaði sig. Mér skilst að verðið hafa ekki breyst á þessum 7-8 árum síðan ég fór í þetta þrátt fyrir verðbólgu.
Ekki er þörf á að taka frí frá vinnu/skóla í meira en einn dag eftir svona aðgerð. Augnlæknirinn lætur mann fá augndropa þar sem augun geta verið nokkuð þurr fyrstu dagana eftir aðgerðina.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hallelujah
23.12.2008 | 00:36
Fyrir tæpum aldarfjórðungi eða árið 1984 gaf Leonard Cohen út plötuna Various Positions. Meðal frábærra laga þeirra plötu er lagið Hallelujah.

Í þættinun X-Factor í Bretlandi sem lauk fyrir þremur vikum sigraði söngkonan Alexandra Burke. Í X-Factor söng Burke lagið Hallelujah af mikilli innlifun.
Nú vill svo til að á breska vinsældalistanum, sem gildir jólavikuna, fór Burke beint í fyrsta sætið með Hallelujah. Lagið náði mestu vikusölu lags í þrjú ár eða tæp sexhundruð þús. eintök. Hér má sjá og heyra þetta lag:
http://www.youtube.com/watch?v=bsuXbkrA_AQ
En ekki nóg með það heldur nær útgáfa Jeff Buckley frá 1994 af laginu öðru sætinu:
http://www.youtube.com/watch?v=AratTMGrHaQ
Það að sama lagið sé í tveimur efstu sætunum hefur ekki gerst á breska listanum síðan 1957.
Málið er enn merkilegra fyrir þær sakir að Cohen sjálfur kemur inn á listann með upprunalegu útgáfuna í 36. sæti. Cohen hefur aldrei komið þangað lagi áður.
http://www.youtube.com/watch?v=rf36v0epfmI
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)