Aukning atvinnuleysis

Hér má sjá hvernig atvinnuleysi hefur snaraukist í Bandaríkjunum síðustu misseri. Gagnlegt væri að sjá hliðstæða mynd yfir þessa þróun hjá íslenskum sveitarfélögum. Væntanlega eru það Vinnumálastofnun eða Hagstofan sem búa yfir þessum upplýsingum fyrir Ísland.

Það hlýtur að vera keppikefli hvers sveitarfélags að lágmarka hjá sér atvinnuleysi með öllum tiltækum ráðum. Með því að sýna þróunina á svona grafískan hátt gæti það hugsanlega leitt til minna atvinnuleysis, með auknum aðgerðum á viðeigandi stöðum.


Windows 7 setur sölumet

Nýjasta Windows stýrikerfið; Windows 7 sem var gefið út þann 22. október síðastliðinn hefur farið gríðarvel af stað og sett sölumet hjá Microsoft. Það sem eftir var síðasta ársfjórðungs frá því það kom opinberlega út í fyrra seldi Microsoft 60 milljónir leyfa fyrir Windows 7. Samkvæmt mælingu hjá W3Counter þá hafði þetta stýrikerfi þegar í janúar verið sett upp hjá 9,11% tölvunotenda heimsins. Einu stýrikerfin sem eru útbreiddari en Windows 7 eru fyrirrennarar þess; Windows XP og Windows Vista. Önnur ágæt stýrikerfi svo sem Macintosh OS X og Linux veita Windows enga samkeppni.

Windows 7 þykir afar vel heppnað stýrikerfi og hefur það alls staðar fengið afbragðsdóma. Ýmsir nýir þættir þess ss. Libraries þykja mjög gagnlegir og vel heppnaðir. Marga fleiri nýja möguleika þessa stýrikerfis mætti upp telja sem gera þetta það svo vinsælt sem raun ber vitni. Microsoft á Íslandi er enn með mjög hagstæða gengisskráningu við Ísland og er því enn hægt að kaupa hér vörur frá Microsoft á mjög hagstæðu verði.

Nýr Firefox vafri

Í síðustu viku var gefinn út nýr Firefox vafri; útgáfa 3,6. Firefox vafrinn þykir hraðvirkur og góður og er vinsæll hjá mörgum. Þennan vafra má sækja hér;
www.firefox.com

Þetta er auglýsingafrasinn frá þeim sem kynna vafrann;
"Núna á íslensku, Firefox 3.6 er hraður, öruggur og mun betri en áður"

Internet Explorer er þrátt fyrir allt enn vinsælasti vafrinn á heimsvísu og er hann kominn upp í útgáfu 8,0. Hann má sækja hér;
www.microsoft.com/ie

Einhverjir hafa lent í því að Internet Explorer 8 vafrinn hafi verið að frjósa. Þetta er að öllum líkindum vegna aukahluta, t.d. Flash Player sem ekki er þá af nýjustu gerð. Hér má finna lausn við þessu vandamáli;
http://blogs.zdnet.com/Bott/?p=1694&tag=wrapper;col1

Lausnin er sem sagt;
1. Fjarlægja alla hluti áður uppsetts Flash spilara. Þetta er ekki hægt að gera í Control Panel heldur þarf að sækja forrit til þess hjá Adobe;
http://download.macromedia.com/pub/flashplayer/current/uninstall_flash_player.exe
Þarna er uninstall forritið sótt. Internet Explorer og öllum öðrum forritum lokað og uninstall forritið keyrt.

2. Internet Explorer sett afur á grunnstillingar. Internet Explorer ræst og farið þar inn í Tools|Internet Options og farið þar á Advanced flipann og þar valið Reset... undir Reset Internet Explorer Settings. Þetta afvirkjar allar Internet Explorer viðbætur en þær má virkja aftur síðar.

3. Nýr Flash spilari aftur settur upp. Nú þarf að endurræsa Internet Explorer og fara síðan á;
http://get.adobe.com/flashplayer/
Flash vill samtímis setja upp Google Toolbar en óhætt er að sleppa því og taka því hakið úr þeim reit. Loks er smellt á Agree and install now.
Frekar en að smella á gulu línuna sem kemur þá efst í glugganum til að samþykkja þetta niðurhal er betra að fara neðst í þessum glugga og smella þar á Click here to download og smella loks á Run.

4. Virkja aðrar uppsettar viðbætur við Internet Explorer. Þarna er þá farið í Tools|Internet Options og enn farið í Programs flipann og nú farið í Manage add-ons. Þarna eru þá viðkomandi viðbætur fundnar, ss. Skype eða annað og þær gerðar virkar aftur með því að hægri smella á þær og velja Enable.


Frábær frammistaða hjá hinu opinbera

Ég er með svokallaða greiðsluþjónustu í bankanum mínum og fer því sjaldan inn á netbankann minn. Fór þó þar inn í morgun og sá mér til nokkurrar undrunar ógreidda skuld við ríkið, þ.e. Ríkissjóðstekjur, innheimta upp á heilar tuttugu og fjórar krónur. Hugsanlega er þetta ógreiddur skattur. Gjalddagi fyrir þessar 24 krónur var þann 7. janúar sl., eða fyrir 15 dögum síðan.

Skjaldarmerki

Ég dreif mig því í að greiða þessa upphæð en þá var komin rosaleg upphæð ofan á þessar 24 krónur sem heitir Vextir og kostnaður upp á 4.500 krónur! Upphæðin hafði því nærri tvöhundruðfaldast!

Ég þarf að skammast í bankanum mínum vegna þessa reiknings og væntanlega mun ég kanna það hjá ríkinu í hverju þessi mikli kostnaður liggur. Ekki hefur verið gerð nein innheimta í það minnsta.

Svona trakteringar eru auðvitað leiðinlegar fyrir þá sem vilja alltaf vera skilvísir en samt legg ég til að sá aðili hjá hinu opinbera sem setur svona reikning á þá sem ekki borga á gjalddaga fái fálkaorðuna fyrir góð störf í þágu hins opinbera.

- - -

Viðbót 25. janúar:

Í morgun talaði ég við starfsmenn hjá innheimtu ríkissjóðs og fékk skýringu á ofangreindu máli. 24 krónurnar eru þriðja og síðasta greiðsla útvarpsgjaldsins. 4.500 krónurnar er vegna endurútreiknings ríkisskattsjóra á vaxtabótum. Það að sú upphæð skyldi birtast skyndilega þegar ég greiddi 24 krónurnar og það án nokkurra skýringa sögðu þeir vera klaufaskap hjá tölvukerfi RB. En hvað um það, málið er þá loks orðið ljóst og allir sáttir.


Glæsilegt skjádagatal

Mig langar hér til að vekja athygli á mjög glæsilegu skjádagatali Arionbanka.

dagatal

Það eru ljósmyndir Torfa Agnarssonar sem hafðar eru í þessu dagatali. Hægt er að fara inn hér til að sækja dagatalið. Þá er viðkomandi mánuður sóttur í þeirri upplausn sem viðeigandi er fyrir skjáupplausn notenda og síðan hægri smellt á skjámyndina og valið Set as background. Nafn Arionbanka birtist þá neðst til hægri svo e.t.v. eru þeir sem ekki eru í viðskiptum við þann banka lítið áhugasamir um að hafa nafn hans þar - en flott er dagatalið.


Þjóðaratkvæðagreiðsla - Ég segi NEI!

Eftir nokkrar vikur, hugsanlega á afmælisdaginn minn 27. febrúar, verður þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort Icesave2 taki gildi eða ekki.

Í Icesave2 voru fyrirvararnir sem Alþingi setti síðasta sumar útvatnaðir og nánast felldir niður, a.m.k. þeir sem höfðu skipt máli.

Það sem ég spyr mig að áður en ég greiði atkvæði er þetta:

1. Er sanngjarnt að ég sem aldrei hafði vitneskju um þetta Icesave dæmi og fékk aldrei þennan pening sem Landsbankinn stal, m.a. frá breskum og hollenskum líknarfélögum, fari nú að borga skaðabætur vegna þess?

Svar: Væntanlega er ég í ábyrgð fyrir þessu þar sem ég á einn þrjúhundruðogeitthvað þúsundasta hlut í Íslandi - svo líklega já.

2. Er sanngjarnt að ég greiði þessar skaðabætur þó svo margir erlendir sérfræðingar segi þetta óréttmætt og rangt gagnvart Íslandi?

Svar: Þetta er hryllilega ósanngjarnt - svo líklega nei.

3. Er sanngjarnt að ég fari að borga þetta þegar Bretar og Hollendingar þvinga þessum samningi upp á Ísland?

Svar: Einhversstaðar er sagt að sá vægi sem vitið hafi meira - svo líklega já.

4. Er sanngjarnt að samþykkja þennan samning sem líklega, eftir niðurfellingu fyrirvarana, mun setja gríðarlegar refsigreiðslur á komandi kynslóðir sem alls ekki höfðu neinn möguleika á að samþykkja eða neita þessu?

Svar: Að fara að segja já við þessum samningi er ófært í þessu ljósi - svo svarið er afdráttarlaust nei!


mbl.is Lög um þjóðaratkvæði samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stuðningsfólk Sjálfstæðisflokks er reiðast allra vegna hrunsins

Því hefur verið haldið fram að Sjálfstæðisflokkurinn vilji fella ríkisstjórnina og komast í ríkisstjórn til að stoppa rannsóknina á hruninu. Ekkert er fjær sanni að mínu mati.

Það er stuðningsfólk Sjálfstæðisflokksins sem er reiðast allra vegna hrunsins. Grunngildi þess fólks höfðu verið fótum troðin og svert. Menn eins og Sigurjón Árnason, Björgólfarnir, Jón Ásgeir og Geir Haarde geta þá fyrst farið að biðja Guð að hjálpa sér komist Sjálfstæðisflokkurinn aftur í stjórn.

Það sama á við fólk eins og Bjarna Ben, Þorgerði og Illuga hafi þau brotið af sér.


mbl.is Gefur sér að forsetinn synji
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Maður ársins 2009

Í dag greiddi ég atkvæði í kosningu um mann ársins hjá Pressunni. Atkvæði mitt fékk Vodafone froskurinn.

froskur

 

 

 

 

 

Það er Pétur Jóhann sem talar fyrir froskinn og gerir hann ódauðlegan. Sjá:

http://www.youtube.com/watch?v=M53cYnTcP7M


Davíð heppni!

Á Facebook síðu Microsoft á Íslandi hefur undanfarna 13 daga verið hægt að taka þátt í happdrætti þar sem vinningurinn hefur verið Windows 7 Home Premium. Það hefur komið í hlut jólasveinanna að setja vinningana í skó þeirra sem hafa verið svo heppnir að vera dregnir út. Ég var svo heppinn að vera dreginn út fyrsta daginn af Stekkjarstaur og hljóta vinninginn. Stekkjarstaur sagði að ég hefði verið svo stilltur og duglegur Grin

Seljalandsfoss

Ég hef áður ritað um Windows 7 á blogginu mínu og nú tveimur mánuðum eftir útgáfu þessa stýrikerfis þá get ég fullyrt að það hefur staðið undir öllum mínum væntingum og gott betur. Það keyrir enn léttar en ég hafði ímyndað mér. Nýir þættir stýrikerfisins eru stöðugt að koma mér ánægjulega á óvart.

En aftur að vinningnum sem ég var svo ljónheppinn að hljóta. Það kom í ljós að alnafni minn hafði einnig tekið þátt í þessu happdrætti og erum við bara tveir alnafnarnir til á landinu. Við Páll faðir hans erum fjórmenningar. Ég veit ekkert um hversu lánsaman þessi alnafni minn telur sig vera en það fyrsta sem ég hugsaði var að ég hlyti þá að vera Davíð heppni! Svona til aðgreiningar J

Því það er ekki bara að ég vinni svona happdrætti heldur tel ég mig afar heppinn að öðru leiti. Ég á yndislega konu og frábær börn. Við búum á besta stað (í Lindahverfi í Kópavogi), höfum öll verið mjög heilsugóð, eigum frábæra ættingja og vini. Lífið leikur við mig.

Gleðileg jól.


10% líkur eru óásættanlegar líkur

Steingrímur telur 10% líkur á því að þjóðin fari í greiðsluþrot með því að taka Icesave samninginn á sig, ekki miklar líkur.

Hefði Steingrímur farið í svínaflensubólusetninguna ef honum hefði verið sagt áður en hann fór í sprautuna að 10% líkur yrðu á að hún yrði honum að bana af völdum aukaverkana?

Væntanlega ekki. Við verðum að reyna betur að fá fyrri Icesave samninginn samþykktan, þ.e, samninginn með fyrirvörunum sem Alþingi setti í sumar.

Byrjum t.d. á að neita alfarið að taka Icesave á okkur fyrr en forsætisráðherra Breta sýnir sómatilfinningu til að funda með forsætisráðherra Íslands um málið.


mbl.is Forsendur IFS-álits svartsýnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband