"Verð á hráolíu lækkar hratt"

Skv. frétt á mbl.is lækkar verð á hráolíu hratt núna. Vonandi munu íslenskir olíu- og bensínkaupendur fá að njóta þess. Sá ágæti forstjóri N1; Hermann Guðmundsson, sagði í viðtali á Bylgjunni í morgun að við mættum hinsvegar reikna með að olían myndi hækka talsvert í verði fram á sumarið.

Hermann hefur beitt sér af krafti við að hvetja önnur fyrirtæki til þess að rífa þjóðfélagið upp úr kyrrstöðunni sem það er í, og er það vel. Eitt verð ég þó að gagnrýna Hermann fyrir í viðtalinu í morgun en það var þegar hann sagði af ef N1 væri eitt á olíumarkaðnum og hefði enga samkeppni þá myndi olían hér geta lækkað í verði. Staðreyndin talar hins vegar öðru máli. Einokun fylgir okur. Það er bara þannig. Sá fólk ekki t.d. hvað Flugleiðir/Icelandair gátu lækkað fargjöld þegar þeir fengu samkeppni. Fleiri dæmi mætti nefna. Heilbrigð samkeppni í viðskiptum er nauðsynleg.


mbl.is Olíuverð á hraðri niðurleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framburðarvél fyrir 25 tungumál

Hér er sniðug framburðarvél fyrir um 25 tungumál. Hér geta því þeir sem eru að læra erlend tungumál áttað sig á hvernig bera eigi fram hin og þessi orð. Þarna er einnig íslensk framburðarvél sem kallar sig Ragga (þó hún eigi erfitt með að bera það nafn sjálf fram). Á röddinni þekkir maður gamla sjónvarpsþulu. Smile

Þjóðstjórn strax til endurræsingar landsins

Nú þyrfti að koma á þjóðstjórn til þess að koma Icesave frá, hleypa lífi í atvinnulífið og koma þjóðfélaginu aftur í gang. Jóhanna og Steingrímur hafa svo augljósan persónulegan hag af því að sem verstir Icesave samningar náist, hvað svo sem þau segja. Ólafur Ragnar þyrfti því að koma á þjóðstjórn hið allra fyrsta. Ef ég mætti ráða gæti ráðherralistinn litið svona út:

Samfylking:
   Guðbjartur Hannesson
   Sigríður Ingibjörg Ingadóttir

Sjálfstæðisflokkur
   Kristján Þór Júlíusson
   Unnur Brá Konráðsdóttir

Vinstri Græn
   Guðfríður Lilja Grétarsdóttir
   Atli Gíslason

Framsóknarflokkur
   Eygló Harðardóttir
   Sigurður Ingi Jóhannsson

Hreyfingin
   Þór Saari

Af þessum lista gæti Guðbjartur tekið forsætið að sér en hin myndu skipta restinni milli sín.


mbl.is Held í vonina um samstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jennifer Lopez fertug en enn flottust

Í kvöld hefur skemmtiþátturinn Sanremo 2010 verið á ítölsku sjónvarpsrásinni Rai Uno. Meðal þeirra sem þar hafa komið fram er hin fertuga Jennifer Lopez. Ég hef ekki séð hana nokkuð lengi en frábært er að sjá að hún er enn í toppformi.

Hún flutti lagið What Is Love (mæmaði það reyndar). Hér má sjá það.

Þá ræddi sjónvarpskynnirinn Antonella við Lopez og við sem skiljum ekki alveg ítölskuna gerum okkur að góðu að horfa á og dást að Lopez.


Nýir tímar í Kópavogi

Svona hyggst ég kjósa í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi á morgun:

1. Hildur Dungal
2. Aðalsteinn Jónsson
3. Sigurjón Sigurðsson
4. Karen E. Halldórsdóttir
5. Kjartan Sigurgeirsson
6. Jóhanna Heiðdal Sigurðardóttir
7. Benedikt Hallgrímsson

Kópavogur

Þarna kýs ég engan af þeim sem biðja um endurkjör enda finnst mér þeirra tími liðinn.

Hildi hef ég trú á að geti gert góða hluti fyrir bæinn.

Aðalsteini hef ég kynnst þar sem hann hefur verið kennari í íþróttaskóla Breiðabliks (þar sem drengurinn minn tekur þátt). Aðalsteinn hefur því mitt fyllsta traust.

Sigurjón er formaður HK (sem dóttir mín æfir og keppir með) og þó ég þekki ekki Sigurjón þá veit ég af reynslu að HK er gott félag.

Karen held ég að hafi rétta karakterinn í bæjarstjórnina. Pabbi hennar segir hana sjálfstæða og ég trúi því.

Kjartan er forritari og slíkir menn hugsa örugglega skýrt.

Jóhanna Heiðdal er vel menntuð og örugglega fær kona.

Benedikt er ungur og vonandi með hjartað á réttum stað.


Ömurlegt svifryk

Fór eldsnemma í morgun með bílinn í smurningu í Kópavoginum. Þó kalt væri í veðri þá gekk ég þaðan heim þó um nokkurra kílómetra leið væri að fara enda fallegur dagur og sólin byrjuð að lýsa upp himininn. Þegar ég sótti bílinn aftur seinnipartinn þá gekk ég aftur nokkurra kílómetra leið með útsýni á haf út. Betra verður það ekki!

Í kvöld hef ég hins vegar fundið fyrir óþægindum í hálsi og lungum. Örugglega af völdum svifryksins sem sjá mátti svo greinilega í dag.


MS - Ný skýring fundin?

Í haust bloggaði ég um mikið og ótvírætt gagnsemi D-vítamíns. Hér má sjá fróðlegan fyrirlestur um D-vítamínið.

Gagnsemi D-vítamíns er einnig ljós hvað varðar MS sjúkdóminn. Leit að orsökum MS hefur annars tekið langan tíma og skilað litlu.

Nú eru komnar fram nýjar niðurstöður sem benda til þess að æðaþrengsli í hálsi  kunni að valda MS sjúkdómnum. Sjá frétt Sky fréttarásarinnar.

 


Nokkur orð um söngvakeppnina

Fyrir keppnina var ég viss um að lag Örlygs Smára myndi sigra og að lag Óskars Páls og Bubba yrði í öðru sæti. Þetta kom ekki á óvart. Röð næstu laga hefur ekki verið gefin upp en ég myndi ætla að hún hefði verið þessi: 3. sæti Waterslide, 4. sæti Gleði og glens, 5. sæti The One og 6. sæti Out Of Sight.

eurovision

Í gærkvöldi var söngur flestra langt undir getu. Kannski hefur einhver hálsbólga verið að ganga?

Eitt sem mér finnst lélegt hjá Sjónvarpinu en það er lýsingin á settinu. Söngvarar eru illa upplýstir og sviðsmyndin dimm. Þetta hefur verið gegnumgangandi í sjónvarpsþáttum hjá RÚV og er kannski einhver ákvörðun þeirra sem vill láta allt líta út eins og um myrkraverk sé að ræða.

RÚV menn. Berið saman Jóhönnu Guðrúnu syngja í þættinum í gær og Jóhönnu Guðrúnu syngja í Moskvu í fyrra. Bókstaflega eins og svart og hvítt!


mbl.is Hera Björk fulltrúi Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn um vandræði Toyota

Eins og ég nefndi í blogfærslu minni í gær þá eru vandræði Toyota mikil. Gallar eru í eldsneytisgjöf og hemlum. Nú er það orðið svo að tölvubúnaður nýrra bíla er sífellt að aukast og tengibúnaður við hina ólíklegustu skynja verður sífellt meiri.

toyota2

Þannig þarf inngjöf nýrra bíla að búa yfir gervigreind og hemlar hafa frá upptöku ABS hemlunarkerfis verið tölvustýrð fyrirbæri. Þá hefur jafnvægiskerfi bæst við hemlunarbúnaðinn og fl. Allt tölvustýrt.

Bílar sem hafa tvo orkugjafa; bensín og rafmagn nýta hemlun til orkuöflunar. Allt tölvustýrt.

Forritin sem stýra þessum hlutum eru þúsundir, þúsundir lína. Örugglega eru einhverjar forritunarvillur þar, sem ekki koma fram nema við sjaldgæf og óvenjuleg skilyrði. Forritunarvillur skipta PC notendur ekki miklu máli. Þeir geta þá bara endurræst tölvuna ef hún krassar. Forritunarvillur geta hinsvegar haft banvænar afleiðingar séu þær í farartækjum.

Vandræði Toyota með þessa hluti eru því ekki svo óeðlilegir, enda stærsti bílaframleiðandinn. Sjálfsagt munu fleiri bílaframleiðendur einnig lenda í svipuðum vandræðum.


mbl.is Forstjóri Toyota biðst afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Toyota í miklum erfiðleikum

Toyota hefur átt í miklum erfiðleikum upp á síðkastið, m.a. í Bandaríkjunum þar sem þeir hafa haft mikla hlutdeild í bílasölu. Vandræðin nú eru vegna galla í eldsneytisgjöf og einnig vegna galla í bremsum.

toyota

Fyrir ca. fimmtán árum þurfti ég að aka Toyota Tercel og Toyota Hi-Lux vegna vinnu. Sú reynsla var ekki góð og þótti mér ég aldrei hafa ekið verri bílum. Þessi reynsla varð til þess að síðan hef ég passað mig á því að kaupa mér aldrei bíl af Toyota gerð. Þegar ég fyrir fáeinum árum keypti mér notaðan Nissan bíl sem ég nú á, var ég spurður hvort ég hefði ekki áhuga á Toyota en ég svaraði að fyrr myndi ég dauður liggja en fara að kaupa mér Toyota. Ekki samt vanur því að hafa svo sterkar skoðanir á bílum eða öðrum vörum.

Ég hef alltaf velt fyrir mér gríðarlegum vinsældum Toyota. Þeir sem þekkja til segja að Toyota á Íslandi hafi verið langfremst í viðhaldi og þjónustu. Slíkt skiptir auðvitað miklu máli.

Kannski endar þá með því að ég kaupi mér Toyota!


mbl.is S&P hótar að lækka einkunn Toyota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband