Unnið í LOTTÓ!

Síðustu mánuði hef ég verið í atvinnuleit sem hefur alls ekki verið auðvelt á þessum síðustu og verstu tímum. Atvinnuumsóknum hefur varla verið svarað. En svo gerðist það fyrir síðustu helgi að ég fékk símtal þar sem mér var boðið í atvinnuviðtal. Þegar ég fór í það viðtal síðasta þriðjudag þá var mér sagt að þeir væru með nokkur nöfn til skoðunar. Daginn eftir bloggaði ég reyndar um hvernig ætti að ná árangri í atvinnuviðtali á sjö sekúndum. Ég efast reyndar um að vinnuveitandinn hafi nokkuð fylgst með bloggi mínu en í gærmorgun var mér boðið í annað viðtal þar sem mér var sagt að valið stæði á milli mín og annars manns sem þeir sögðu mjög sterkan.

Ég fór því ekki of vongóður heim frá því viðtali en seinnipartinn í gær fékk ég svo ánægjulegt símtal frá forstjóra fyrirtækisins þar sem hann sagði mér að ég væri ráðinn. Grin

Hér langar mig að láta fylgja með lagið sem ég var með í spilaranum þegar símtalið góða kom í gær:


Ráð fyrir atvinnuleitendur

Þegar margir ganga um í atvinnuleit eru öll góð ráð vel þegin til að ná starfi. Á blogginu hefur nafni minn Davíð Örn Sveinbjörnsson oft verið með góð og hvetjandi ráð. Vinnumálastofnun og verkalýðsfélög eru hjálpleg líka.

Nýlega rakst ég á athyglisverða grein eftir ráðgjafa frá Kanada sem heitir Dr. Carol Kinsey Goman en hún heldur því fram að vinnuveitendur séu búnir að meta umsækjandann eftir aðeins 7 sekúndur og fátt geti breytt því mati. Því skipti það höfuðmáli að nýta þessar 7 sekúndur fullkomlega. Grein hennar er á ensku en hún nefnir sjö atriði með skýringum sem atvinnuleitendur verði að gæta sín á þessar fyrstu sjö sekúndur sem vinnuveitandinn sér þá. Á þessum fáu sekúndum er fátt sem þú getur sagt sem getur haft úrslitaáhrif á vinnuveitandann. Það er fyrst og fremst líkamstjáningin sem skiptir hér höfuðmáli.

1. Viðmót
2. Vertu beinn í baki
3. Brostu
4. Náðu augnsambandi
5. Lyftu augnabrúnum
6. Hallaðu þér örlítið fram á við
7. Handtak

Í atvinnuviðtali hefur þú tækifæri til að ná jákvæðum fyrstu kynnum. Þú hefur aðeins sjö sekúndur en ef þú nýtir þær vel þá þarftu ekki nema sjö sekúndur.


Skilanefndir bankanna þurfa tíma

Skilanefndir hafa margt annað að gera en að leggjast í rannsóknir á öllum reikningum í gömlu bönkunum. Það er því ekki svo óeðlilegt að þeir hafi ekki borið fram nein mál til skattrannsóknastjóra. Eitthvað yrði fundið að því ef einhver fáein mál yrðu borin fram.

Skilanefndirnar þyrftu að gefa sér tíma í þetta og vonandi geta þær lokið því áður en þessi mál fyrnast. Væntanlega þyrftu skilanefndirnar að ráða til sín sérfræðinga á sviði skattalaga.


mbl.is Hundraða milljarða skattsvik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gordon Brown um Írakstríðið

Þegar Gordon Brown var um daginn í viðtali við fréttamann þá var hann spurður um þáttöku Breta í Írakstríðinu og um rannsókn breska þingsins á því. Brown svaraði með því að spyrja fréttamanninn; Bentu mér á hermann sem aldrei hefur gert nein mistök og þá skal ég benda þér á hermann sem aldrei hefur unnið sigra!

Hugsanlega er þessi frasi fenginn frá öðrum en ég fór að velta fyrir mér hvort ekki mætti yfirfæra þennan frasa með því að segja - Bentu mér á starfsmann sem aldrei hefur gert nein mistök og þá skal ég benda þér á starfsmann sem aldrei hefur náð neinum árangri! Þetta er kannski ekki alveg algilt en gæti verið nokkuð nálægt lagi.


Hugmyndir að verkefnum til þjóðarhags

Jákvæð blogg eru ekki algeng um þessar mundir. Hér langar mig að tína til nokkra punkta sem gætu verið þjóðinni til framdráttar:

-          Vellauðugir Bandaríkjamenn halda sig saman og einangruðum frá amstri venjulegs fólks. T.d. eru þeir með lokaða skíðaskála. Þ.e. lokaðar skíðaparadísir öllum öðrum en þessu vellauðuga fólki. Hvernig væri að koma með einhverjum hætti íslensku landkynningarefni inn á þessa staði? Slíkt gæti vakið áhuga þessa fólks á að heimsækja Ísland. Ísland græðir á því.

-          Ýmsar hugmyndir hafa verið í gangi með að rafbílavæða Ísland, t.d.  http://www.nle.is/ Í þessu þyrfti að taka mun stærri skref. T.d. með því að gera samning við stóran bílaframleiðanda, t.d. Nissan um þáttöku í þessu verkefni. Ísland græðir á því. Sjá hér.

-          Reykjanesskagann allan, eða a.m.k. þann hluta hans sem er í eigu sveitarfélaga, þyrfti að leggja undir skógrækt. Reykjanesið er orðið nær alveg laust við búfjárbeit og því ætti þetta að vera mögulegt. Þetta kostar mikinn mannafla við gróðursetningu en skólafólki af höfuðborgarsvæðinu vantar sumarvinnu. Þarna mætti gróðursetja bæði birki og víði. Slíkt þyrfti þá að rækta í bökkum í gróðurhúsum í stórum stíl til undirbúnings gróðursetningu. Ísland græðir á því. Gróðursetningu fylgir fuglalíf svo ekki væri rétt að fara of nálægt Keflavíkurflugvelli með skóginn.

 

Fleiri hugmyndir síðar.


Þetta er þó jákvætt

Já, þetta er þó jákvætt. Í eitt og hálft ár hafa allir sem einhverju ráða talað allt niður. Gengið hefur verið talað niður, atvinnustig hefur verið talað niður og þjóðin öll hefur satt að segja verið sífellt töluð niður. Vonandi fer nú að verða breyting á. Í rauninni ætti það að vera eina starf forsætisráðherra að tala þjóðina upp. Vera bjartsýnn og með fulla trú á hvern Íslending. Sjá jákvæðu hlutina og leggja áhersluna á þá.

Því við komumst upp úr þessari kreppu. Með krafti og trú á því sem við gerum. Vilji er allt sem þarf!


mbl.is Hverfandi hætta á greiðslufalli ríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gos í Eyjafjallajökli gæti hugsanlega haft áhrif á nýju Landeyjahöfnina

Verði gos í Eyjafjallajökli gæti hugsanlega orðið mikið flóð niður Markarfljótið sem gæti þá hugsanlega haft áhrif á hina nýju Landeyjahöfn.

Einhver völvan var þó búin að segja að ekkert eldgos yrði á Íslandi þetta árið svo við getum þá bara andað rólega. Smile

En bíðum við; það hefur verið sagt að Íslands óhamingju verði allt að vopni. Undecided

Hvað um það: Stöndum öll bein í baki, saman á morgun og kjósum NEI í þjóðaratkvæðagreiðslunni.


mbl.is Fyrsta háskastigi lýst yfir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allir sem vettlingi geta valdið á kjörstað á laugardag

Nú er mjög mikilvægt að sem allra flestir mæti á kjörstað og kjósi gegn Icesave lögunum sem samþykkt voru á Alþingi í lok desember. Gera má ráð fyrir því að Bretar og Hollendingar muni túlka skoðanir þeirra sem ekki kjósa á þann hátt að þeir séu með því að samþykkja ómælda skuldaklafa á komandi kynslóðir ófæddra íslenskra barna.

Framtíðarkynslóðir Íslendinga munu dæma þá sem ekki börðust fyrir betri Icesave samningi á sama hátt og þá sem stóðu fyrir þessu Icesave dæmi í upphafi. Hver vill vera þá í liði með Björgólfum, Sigurjóni og félögum? Ekki ég og því segi ég NEI á laugardaginn!


mbl.is Atkvæðagreiðslan undirbúin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábær sigur hjá Fram!

Þegar ég vaknaði í morgun vissi ég að þetta yrði frábær dagur (enda á ég afmæli í dag) og auðvitað unnu Fram-stelpurnar bikarúrslitaleikinn. Leikurinn varð óþægilega spennandi í lokin en Fram náði að skora úrslitamarkið á loka sekúndunum. Í annars jöfnu og góðu Fram-liði var Íris best. Til hamingju Fram stelpur!
mbl.is Íris Björk: Ég er í skýjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

1. apríl skýrslan

Enn er verið að gera grín að þjóðinni. Öllu er slegið á frest aftur og aftur. Fer þá ekki best á því að þessi skýrsla komi út 1. apríl?

funny


mbl.is Skýrslunni enn frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband