Fyrsta flug Draumfara gekk vel

787_image

Í gær fór hin nýja farþegaþota Boeing 787 Dreamliner í sitt fyrsta flug. Þegar slíkar þotur fara í sitt fyrsta tilraunaflug þá gilda ákveðnar reglur um hvernig veðrið má vera; svo sem hiti, rakastig, vindhraði og skyggni en veðrið í gær í og við Seattle þar sem Boeing verksmiðjurnar eru rétt slapp til. Þá eru einnig reglur um hvað megi leggja á vélina í fyrsta fluginu þannig að hún var ekki tekin neitt sérstaklega til kostanna í gær. Það bíður seinni tilraunaferða sem Boeing ætlar að gefa sér heilt ár til. Þannig er t.d. gert ráð fyrir að vélin komi til tilrauna til Íslands, væntanlega þá til að reyna flugtök og lendingar í miklum hliðarvindi.

091215_Boeing_787_lands

Flugstjóri þessarar fyrstu ferðar, Mike Carriker, sagði að ekkert hefði komið á óvart og var ánægður með fyrsta flug vélarinnar.

Hér má sjá frétt NBC um fyrsta flugið í gær.


Boeing 787 Dreamliner hefur flugið

Fyrsta flug nýrrar gerðar farþegaþotu verður í dag (ef veður leyfir) frá Boeing verksmiðjunum í Everett í Bandaríkjunum. Everett er rétt norðan við Seattle. Þegar þetta er ritað er skúraveður í Everett en flugbrautin er sæmilega þurr og hitastig 3 gráður Celsius.

Þessi gerð flugvélar er mikið breytt frá fyrri gerðum farþegaþota. Álinu, sem hefur verið uppistaðan í flugvélum til þessa hefur verið skipt út fyrir koltrefjaefni og er framleiðsla vélarinnar mikið breytt frá því sem verið hefur og er hún þannig eins og bökuð í ofni í framleiðslunni. Þannig verður hún léttari og er sögð verða endingarbetri en flugvélar hafa verið. Athygli vekur t.d. hve vængirnir eru örþunnir. Þessi flugvél er sögð verða allt að 20% sparneytnari á eldsneyti en þær sparsömustu eru í dag og segja forráðamenn Boeing að það muni skila sér í lægri flugkostnaði farþega í framtíðinni.

Innanrýmið hefur einnig verið hannað á nýjan hátt þar sem margt er gert til að auka þægindi farþega, t.d. er loftþrýstingur ekki minnkaður jafn mikið og í núverandi farþegaþotum þegar flughæð er náð. Eins verður rakastigið betra. 

Miklar seinkanir hafa verið á framleiðslu þessarar Dreamliner flugvélar þannig að flugfélög og fjölmiðlar hafa  misst nokkuð áhugann en forráðamenn Boeing segja að ef fyrsta flugið í dag heppnist vel þá gæti eftirvænting eftir vélinni aukist að nýju. Fyrstu farþegavélarnar eiga að koma úr framleiðslu árið 2011 eftir að fyrstu vélarnar hafa farið í gegnum alls kyns reynsluflug við ólíkustu og erfiðustu skilyrði.

Seinkanirnar hafa verið sagðar stafa m.a. af of mikilli og vanhugsaðri útvistun framleiðsluþátta vélarinnar. Dreamliner flugvélin mun taka 200-300 farþega eftir innréttingu og skv. verðlista Boeing mun hver vél kosta um 150 milljónir dollara, eða 19 milljarða króna. Boeing segir að þegar séu þeir með pantanir fyrir 800 Dreamliner vélar og má nefna að Icelandair pantaði slíka vél fyrir hrun og stendur sú pöntun enn skv. síðustu upplýsingum.

Fyrsta flugið er áætlað um kl 18 í dag að íslenskum tíma og verður það sýnt hér: http://787firstflight.newairplane.com/ffindex.html


Of hátt verðlag?

Þegar Íslendingar hafa komið til fátækra ríkja á undanförnum árum, t.d. í Asíu eða Austur-Evrópu þá hafa þeir furðað sig á að sjá þar þekkt vörumerki, t.d. bíla eða raftæki, á mjög lágu verði.

Skýringin sem gefin hefur verið þegar heim er komið er að framleiðendur og dreifingaraðilar miði sína verðlagningu út frá auðlegð þjóða sem selt er til.

M.ö.o. ríkt land kaupir vöruna á fullu verði en fátækt land fær hana ódýrari. Kannski tekur það framleiðendur og dreifingaraðila einhvern tíma að átta sig á hver staða Íslands sé nú orðin.


mbl.is Beðið færis til þess að hækka vöruverðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Breyting á heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna snúin en nauðsynleg

Ég var með fjölskylduna í Bandaríkjunum í síðustu viku. Húsbóndinn á heimilinu sem við heimsóttum hafði slitið hásin í körfubolta, vikunni áður. Hann er sjálfstætt starfandi ljósmyndari og hefur ekki verið sjúkratryggður. Hann fór í aðgerð stuttu eftir óhappið og þurfti að greiða fyrir aðgerðina sjálfur.

Ég spurði hann hvort það hefði ekki verið rándýrt. Svar hans kom mér nokkuð á óvart. Hann sagði aðgerðina hafa kostað sem svaraði til þess að sjúkratryggja sig í eitt ár. Hann væri því enn í miklum gróða þar sem hann hefði verið ótryggður svo lengi.

En svo bætti hann því við að hann hefði fengið talsverðan afslátt á aðgerðinni þar sem hann þurfti að greiða hana sjálfur. Tryggingafélögin fengju ekki afslátt heldur þyrftu þau að greiða allt upp í topp.

Loks sagði hann að ef eitthvað stærra kæmi fyrir sig þá væri hann í slæmum málum og hann væri því harður á þeirri skoðun að heilbrigðiskerfinu yrði að breyta í þá átt sem Obama hefur lagt til.


mbl.is Enn deilt um heilbrigðismál Obama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bensínið er samt dýrt

Var í Bandaríkjunum í síðustu viku og þar keypti ég bensín sem var meira en helmingi ódýrara en hér á Íslandi. Bensínið hér á Íslandi er 2,2 sinnum dýrara en það kostar á venjulegri vegabensínstöð á vesturströnd Bandaríkjanna. Samt eru Bandaríkjamenn mjög óánægðir með verðið sem þeim finnst brjálæðislega hátt.

Ísland og önnur vestur-Evrópuríki velja það hins vegar að skattleggja bensíndropann undir drep.


mbl.is Eldsneytisverð lækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta eitthvað Schengen rugl?

Kom í morgun frá Seattle í Bandaríkjunum. Áður en farið var um borð þar þurftu allir að fara í gegnum nákvæmt öryggiseftirlit þar sem meðal annars þurfti að fara úr skóm og taka af sér belti. Það sama var upp á teningnum þegar farið var af stað frá Íslandi. Í báðum tilvikunum mátti ekki fara með neinn vökva um borð nema þann sem keyptur hafði verið í öruggri flugstöðinni.

Þetta getur maður skilið sem öryggisathugun vegna hugsanlegra hryðjuverka í flugi.

En þegar lent hafði verið í Keflavík í morgun var farþegum tilkynnt að þeir þyrftu að fara aftur í gegnum svona öryggisúttekt þar sem reglurnar væru ekki eins í Bandaríkjunum og í Evrópu!

Þarna var t.d. kókflaska tekin af mér sem ég hafði keypt í flugstöðinni í Seattle til að drekka í fluginu heim (sem ég gerði svo ekki).

En ég meina, hvaða rugl er þetta? Telja Evrópumenn að bandarískar flugöryggisreglur séu léttvægari en þær evrópsku? Að kókflaskan sem ég keypti í flugstöðinni í Seattle væri hugsanlega sprengja sem Bandaríkjmenn hefðu sleppt mér um borð með?

Svona rugl er bara óþarfa atvinnubótavinna fyrir tolleftirlitið.


McDonald's hættir en áfram hægt að fá ágæta hamborgara á Íslandi

Þó að McDonald's á Íslandi sé að hætta þá er áfram hægt að fá ágæta hamborgara, eins og á American Style og hjá Tomma. Vonandi verður þessi Metro með góða hamborgara líka.

Þegar ég hef verið erlendis þá hefur mér þótt gott að geta farið á næsta McDonald's því þar veit ég alltaf hvaða mat ég er að panta.

Hér er amerískt video þar sem sýnt er hvernig hamborgarar eru "smínkaðir" fyrir auglýsingatökur:


Windows 7 - sólskinsblettur í heiði

Í rúmt ár höfum við heyrt endalausar hörmungarfréttir af íslenskum efnahagsmálum. Síðustu vikur bætist svo við svínaflensan sem virðist leggja flesta.

En... eins og Jónas Hallgrímsson sagði;

en ef við sjáum sólskinsblett í heiði
að setjast allir þar og gleðja oss

Á morgun 22. október er opinber útgáfudagur Windows 7. Allt bendir til að þetta sé afar vel heppnað stýrikerfi og hvet ég fólk því til að kaupa það sem fyrst. Nokkrar ástæður fyrir því eru:

1. Ef þú þekkir Windows þá er lítið mál fyrir þig að læra á Windows 7.
2. Eldri Windows gögn ganga á Windows 7.
3. Windows 7 er furðu "létt" og virðist ganga vel á eldri tölvum.
4. Eftir efnahagshrun fyrir ári er Microsoft með afar hagstæða gengisskráningu fyrir Ísland. Mjög hagstæð kaup núna.
5. Windows 7 þykir hafa mjög gott safn rekla þannig að það þekkir nánast öll eldri tæki.
6. Gæði Windows hefur aldrei verið meira.
7. Öryggi Windows aldrei meira.


mbl.is Sala á Windows 7 að hefjast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrsta prufa á Live Writer í Windows 7

Hér er komin fyrsta prufa mín á Live Writer í Windows 7 til að rita bloggfærslu á blog.is. Skv. Microsoft er þetta einföld leið til að rita bloggfærslur og auðveldara að bæta inn myndum, töflum, kortum, hreyfimyndum og fl.

008

Mynd úr hestagirðingu tengdaforeldranna


D-vítamín í stað flensubólusetningar

Blessunarlega hefur fjölskylda mín sloppið við svínaflensuna fram að þessu. Núna er bóluefnið komið til landsins en einhver tími (vikur) mun líða þar til almenningur verður bólusettur. Eftir bólusetninguna munu líða einhverjar vikur þar til bóluefnið fer að virka. Sjálfur hef ég aldrei farið í flensubóluetningar og í einhver skipti fengið flensu og orðið drulluveikur. Crying Konan mín minnir mig þá alltaf á að taka lýsi sem ég geri aldrei. Sick

Læknar hafa sagt að sterkt ónæmiskerfi sé einhver besta vörnin gegn flensu. Þannig benda þeir á að nægt magn D-vítamíns í líkamanum sé mjög mikilvægt til að halda ónæmiskerfinu sterku. D-vítamín fær maður t.d. úr fiskmeti eins og lax og síld og einnig er lýsið D-vítamínríkt.

Salade_de_jambon_cru_et_saumon_fume

Ofgnótt D-vítamíns er ekki sögð góð þannig að ég ætla ekki að fara að taka það inn í töfluformi en breyta hinsvegar mataræðinu. Nú fer ég líka að taka lýsi. Grin

Hér er síða sem nefnir ýmsa kosti D-vítamíns: http://health.learninginfo.org/benefits_vitamind.htm


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband