Öryggisuppfærslur fyrir Windows

Að kvöldi annars þriðjudags í hverjum mánuði gefur Microsoft út öryggisuppfærslur fyrir Windows stýrikerfin. Fimm dögum áður má sjá á fréttasíðu Microsoft hvort og þá hvað þeir hyggjast láta frá sér margar öryggisuppfærslur næsta uppfærsludag.

images

Ef um mjög áríðandi öryggisuppfærslu er að ræða þá lætur Microsoft uppfærsluna strax frá sér þannig að þessir þriðjudagar eru ekki alveg heilagir.

Tilkynningarnar sem gefnar eru út nokkrum dögum fyrir útgáfuna segja lítið til um annað en fjölda þeirra og fyrir hvaða Windows útgáfu þær séu. Ef sagt væri nákvæmlega hvaða veikleika væri verið að bæta þá kynnu óprúttnir aðilar að ná að ráðast á veikleikann áður en öryggisuppfærslan berst tölvunotendanum.

Í fyrirtækjum þá er best að öryggisuppfærslur séu aðeins sóttar einu sinni til Microsoft og þá vistaðar á netþjóni fyrirtækisins og þeim deilt þaðan út til útstöðva.

Í dag, sem er annar þriðjudagur mánaðarins mun óvenju mikill fjöldi af öryggisuppfærslum koma frá Microsoft, eða a.m.k. 13 talsins. Ein þeirra, sem sögð er krítísk, er fyrir nýja stýrikerfið Windows 7.

Windows stýrikerfin geta sjálf fylgst með ef uppfærslur eru í boði og þá sótt þær sjálf og keyrt sig inn. Tölvur í fyrirtækjum ættu þó ekki að vera stilltar þannig að þær geti sjálfar sótt uppfærslurnar, til að spara bandbreiddina eins og áður sagði.

Fyrir nokkrum árum gaf Microsoft í eitt skiptið út gallaða uppfærslu svo að margir kerfisstjórar eru enn varkárir með að sækja þessar uppfærslur strax. Microsoft vandar sig orðið mjög vel að gera allar hugsanlegar prófanir á uppfærslunum áður en þeir láta þær frá sér þannig að ég mæli með því að uppfærslurnar séu sóttar eins fljótt og mögulegt er og keyrðar inn til að halda stýrikerfunum fulluppfærðum.


Windows 7 - hin nýja skilvirkni

win7 

Opinber útgáfudagur næsta stýrikerfis frá Microsoft; Windows 7, verður 22. október, eða eftir 10 daga. Microsoft mun þá verða með sérstaka útgáfuhátíð í New York undir slagorðinu The New Efficiency (Ný skilvirkni), en kynningar og fyrirlestrar um Windows 7 eru þegar hafnar víðsvegar um heiminn.

http://www.microsoft.com/windows/windows-7/features/tour.aspx

Nokkur spenningur er eftir þessu nýja stýrikerfi en síðasta stýrikerfi Microsoft; Windows Vista sem kom út 2006, náði ekki að heilla marga tölvunotendur. Engu að síður þykir Vista mjög gott stýrikerfi og tekur fyrirrennara þess; Windows XP, langt fram um stöðugleika og öryggi. Sjálfsagt lagði Microsoft of mikla áherslu á öryggisþátt Vista, þannig að fólki þótti það full óþægilegt í notkun. Auk þess fengu keppinautar Microsoft að halda uppi ófrægingarherferð án þess að Microsoft reyndi að svara því. Reyndar hefur því verið haldið fram að þó að Microsoft fyndi upp endanlega lækningu við krabbameini þá myndu þeir klúðra kynningu á því svo illilega að hún næði ekki athygli. Nýjar sjónvarpsauglýsingar í Bandaríkjunum með kynningu á Windows 7 þykja heldur misheppnaðar; eins og kynningin sé aðallega fyrir miðaldra húsmæður! http://www.microsoft.com/windows/watchtheads/

Microsoft hefur tekið tillit til óánægjuradda notenda Vista og bætt notendaviðmót Windows 7 til mikilla muna. Eins og í fyrri útgáfum er Windows 7 gefið út í nokkrum útgáfum; Starter, Home Premium, Professional, Enterprize og Ultimate, sjá: http://www.winsupersite.com/win7/win7_skus.asp. Venjulegur kaupandi mun þarna þurfa að velja á milli Home Premium og Professional.

Þar sem margar Windows tölvur tengjast og vinna saman, t.d. hjá fyrirtækjum, þá er notast við netþjón. Þjónninn sem fylgdi Windows XP var Windows 2003 og þjónninn sem fylgdi Vista var Windows 2008. Þjónninn sem er samhæfður Windows 7 er Windows 2008 R2. Windows 2008 R2 kemur út á sama tíma og Windows 7.

Windows 7 gerir ekki meiri vélbúnaðarkröfur en Vista þannig að hafi tölvan ráðið við að keyra Vista þá ræður hún við Windows 7. Því er varla hægt að búast við miklum kipp í tölvusölu við þessi tímamót.  Mitt mat er þó að tölvan ætti helst ekki að vera eldri en þriggja ára og með að lágmarki 1 Gb í minni. Þá er gott að hafa ekki of gamalt skjákort til að geta fengið góða skjáframsetningu (Aero UI). Skv. Microsoft er hægt að keyra Upgrade Advisor sem segir til um hvort tölvan ráði við að keyra Windows 7: http://www.microsoft.com/windows/windows-7/get/upgrade-advisor.aspx
Niðurstöður þessarar athugunar sýnir hvað af vélbúnaðnum megi uppfæra til að fá betri afköst og virkni, t.d. ef öflugra skjákort þurfi til að notast við Aero UI, en Aero er samt ekki bráðnauðsynlegt.

Skv. W3Counter (http://www.w3counter.com/globalstats.php) nota flestir tölvunotendur enn Windows XP, þó að það sé 8 ára gamalt stýrikerfi. Windows XP var ágætlega heppnað stýrikerfi, en Vista og Windows 7 eru því langtum fremri hvað varðar stöðugleika, öryggi og fjölhæfni. Fyrir þá sem vilja uppfæra tölvu sýna frá Windows XP í Windows 7 þá eru hér leiðbeiningar: http://technet.microsoft.com/is-is/windows/dd671583(en-us).aspx

Niðurstaða mín er að Windows 7 sé framúrskarandi, fágað og snjallt stýrikerfi sem gerir allt sem að hugurinn fer fram á.


Ótrúleg töfrabrögð!

Kevin James töframaður í America's Got Talent:

Ísland fremst!

Erlendir sérfræðingar sem komið hafa til Íslands í kjölfar bankahrunsins hafa nefnt að Íslendingar eigi mikla framtíðarmöguleika þar sem landið býr yfir vel menntaðri þjóð og traustan innri strúktúr.

Nefnt hefur verið að Íslendingar ættu að einbeita sér að málefnum sem þeir geti haft yfirburða þekkingu og kunnáttu á. Þannig hafa þeir bent á að Finnar hafi einbeitt sér að farsímum (Nokia) og náð þannig mikilli velgengni.

Það eru til málaflokkkar sem við gætum skarað fram úr á heimsmælikvarða og ættum við því að einbeita okkur að þeim, frekar en að álbræðslum eða einhverju slíku sem skila þjóðinni ekki nægjanlegum arði þegar allt er tekið með í reikninginn (umhverfisspjöll og fleira).

Ég veit ekki hversu framarlega Hollendingar eru í vindmyllugerð, en einhvern veginn, þá eru þeir nátengdir vindmyllum í sögunni og vitund annarra þjóða um þá. Þetta geta Hollendingar nýtt sér fyrir smíði vindmylla og tækni hvort sem er til raforkuframleiðslu eða annars, ef aðrar þjóðir leita til þeirra eftir aðstoð.

Mig langar til að nefna hér tvo málaflokka sem Ísland gæti orðið leiðandi í fyrir heimsbyggðina. Annars vegar er það notkun jarðvarma hvort heldur til húshitunar eða orkuframleiðslu, en Íslendingar standa mjög framarlega í því. Við höfum hitað hús okkar um langan aldur með jarðvarma og höfum náð góðri þekkingu og reynslu á raforkuframleiðslu með jarðvarma. Þessa tækni er þegar farið að flytja út, t.d. til Filipseyja og fleiri ríkja, en nýjasta bortækni gerir fleiri og fleiri þjóðum möguleika á að nýta sér þessa leið. Þannig telja Bandaríkjamenn sig geta nú nýtt sér þessa tækni í flestum ríkjum Bandaríkjanna.

Þarna ættum við að bjóða fram aðstoð okkar.

Annað sem við gætum nýtt mikla reynslu okkar og þekkingu í, er í jarðvegsvernd. Við eigum Landgræðslu ríkisins sem er yfir 100 ára gömul stofnun. Landgræðslan á sér systurstofnanir erlendis en enga með viðlíka reynslu. Ein höfuð umhverfisógn heimsins er jarðvegseyðing. Á þessu sviði gætum við Íslendingar orðið leiðandi í jarðvegsvernd. Jarðvegsvernd hefur marga kosti fyrir þjóðir sem eiga í baráttu við jarðvegseyðingu. Einn af kostunum er að snúa við hnattrænni hlýnum með landgræðslu og skógrækt.

Í þessum tveimur þáttum sem ég hef hér nefnt ættum við að marka okkur stöðu sem aðrar þjóðir tækju eftir.

Ísland fremst í nýtingu jarðvarma!
Ísland fremst í jarðvegsvernd!

Hvorutveggja eru brýn umhverfismál 21. aldarinnar.


Áfram FRAM-stelpur!

Það var fyrir u.þ.b. 20 árum að ég var að æfa borðtennis í Laugardalshöllinni. Í eitt skiptið þá hafði kvennaflokkur FRAM í handbolta, sem var að æfa í aðalsal hallarinnar, fengið sama búningsklefa og við strákarnir sem vorum að æfa borðtennis.

Síðan þá hef ég alltaf haldið með FRAM!


Loksins frí veiruvörn frá Microsoft

Loksins hefur Microsoft látið frá sér góða fría veiruvörn; Microsoft Security Essetials. Þetta er vörn sem gagnast hvort sem er fyrir Windows XP, Vista eða nýja stýrikefið Windows 7.

Microsoft hefur lengi gefið frá sér alls konar aukahluti með Windows stýrirkerfunum sem eru þó í samkeppni við önnur fyrirtæki en samt sem áður hafa þeir dregið mjög lengi að gefa út fría veiruvörn en það hefði átt að fylgja með fyrst af öllu.

Hægt er að sækja hana á; http://www.microsoft.com/security_essentials/

Áður en þessi nýja veiruvörn er sett upp eru eldri veiruvarnir, séu þær fyrir hendi, teknar niður.


mbl.is Ókeypis öryggishugbúnaður frá Microsoft
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hversu öruggt er farþegaflug?

Nú vill svo til að eftir mánuð flýg ég með fjölskyldu minni í stutta heimsókn til Seattle í Bandaríkjunum.

245984_2_preview

Dóttir mín hefur áhyggjur af því að smitast af svínaflensu í fluginu. Ég sá frétt á NBC um daginn þar sem fram kom að hættan sem flugfarþegar væru í að smitast af svínaflensunni í flugi væri mjög lítil. Hættan sé lítil þar sem loftið um borð er í sífelldri hringrás þar sem það er hreinsað með góðum síum. Hættan er þó fyrir hendi ef sýktur einstaklingur situr nálægt þér og er hóstandi eða hnerrandi.

Svo heyrði ég í dag í breska útvarpinu að áhöfnum flugvéla væri hætt við menguðu lofti um borð, sem fylgdi lofti sem sótt er inn í flugvélina frá hreyflum þeirra. Nefndar voru tvær flugvélagerðir sem væru hættulegar með þetta, BAe146 og Boeing 757. Boeing 757 eru einmitt flugvélarnar sem Icelandair notar. Þegar ég athugaði þetta á vefnum www.aerotoxic.org þá sé ég að þarna er átt við flugvélina 757-300 sem Icelandair notar ekki til Seattle flugs. Í það flug notar Icelandair flugvélina 757-200.

Icelandair á eina 757-300 vél en hún hefur minna flugdrægi en 200 útgáfan. Seattle flugið er það lengsta í áætlun Icelandair og sagði einn flugmaður mér að flugvélarnar rétt næðu til Seattle á síðustu dropunum Gasp svo 757-300 vélarnar eru tæplega nýttar til Seattle flugs. Í flugvélunum er flugeftirlitsbúnaður sem metur stöðugt hvort eldsneytið dugi til áfangastaðar + hugsanlegt hringflug og að ná þaðan til næsta varaflugvallar. Flugmenn gætu því valið að lenda á flugvelli á leiðinni til eldsneytistöku ef sýnt er að eldsneytið sé ekki nægjanlegt.


Fiskveiðar við Íslandsstrendur!


Til menntamálaráðherra og annarra er stjórna framhalds- og háskólastigi

Ef að kennarar ná að fylgja tímanum þá þarf ekki að skipta máli þó að þeir eldist. Mig langar hér að benda á aðferð sem notuð er í Bandaríkjunum til að styðja við nemendur og að passa upp á að þeir dragist ekki aftur úr án þess að því sé veitt athygli. Þetta kerfi kalla þeir SIGNALS og er tölvukerfi sem veitir nemendunum eftirfylgni. Allir íslenskir nemendur á framhaldsskólastigi eiga tölvur eða hafa aðgang að þeim þannig að þetta er vel fær leið. Hér er frétt NBC um SIGNALS:

http://www.msnbc.msn.com/id/3032619/vp/32634348#32634348
mbl.is Kennurum yfir fimmtugu fjölgar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hærra minn Guð til þín

Það hefði átt að vera fiðlusveit á Austurvelli í morgun að spila sorgartónlist, eða eitthvað í líkingu við það sem spilað var á Titanic.

Erlendir fréttamenn hefðu þá getað flutt þá frétt heim til sín þannig að öllum yrði ljóst hvílíkar hörmungar saklaus íslensk þjóð (eða 99,99% hennar) hefði fengið yfir sig.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband