Færsluflokkur: Dægurmál

Hættur að skilja!

Nú er ég hættur að skilja Eurovision. Þrjú síðustu ár hef ég alltaf náð að segja til um sigurlagið en ekki nú. Ég hafði nefnilega spáð Norðmönnum sigri núna með Þjóðverja í öðru sæti og Breta í því þriðja. Noregur komst ekki upp úr riðli kvöldsins og það finnst mér óskiljanlegt.

Íslandi reiknaði ég ekki með áfram en niðurstaðan fyrir okkur er frábær.


mbl.is „Þetta var stríðnin í Sjonna"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áttum við ekki að komast einna fyrst út úr kreppunni?

Hverjir voru það sem fullyrtu við hrunið að Íslendingar færu fyrstir í kreppu, en yrðu líka fyrstir til að komast uppúr kreppunni. Hvað skyldu þeir hafa verið að meina?
mbl.is Horfur einna dekkstar á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framtíðarkynslóðir munu dæma þá sem börðust fyrir Icesave klafanum

Framtíðarkynslóðir munu örugglega skoða vel hvað gekk á og hverjir það voru sem helst börðust fyrir að láta þjóðina (og framtíðarkynslóðir) borga Icesave klafann. Þá er ég hræddur um að ýmsir fái bágt fyrir sem nú hamast á blogginu, t.d. við að gera einhverja atkvæðagreiðslu um hvatningu til forsetans að einhverju voða máli.
mbl.is Skorar á forsetann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Setjum ekki hengingaról um háls barnanna

Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingar, sagði Icesave málið útrætt og vildi ekki vinna það meir. Hvers vegna getur hún ekki skilið þjóðaratkvæðagreiðsluna sem fór 98-2! Hvað þarf til að þessir óhæfu þingmenn skilji þjóðina?

Oddný og hennar lið vill bregða hengingaról um háls íslenskra barna. Hafi þau dýpstu skömm fyrir en aldrei fyrirgefningu þó þau reyni síðar að segjast ekki hafa vitað betur.


mbl.is Lokaumræða um Icesave-frumvarp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stóralvarlegt að samþykkja Icesave

Ég held að þingmenn geri sér ekki grein fyrir því hvað það kosti þjóðina ef samþykkja á Icesave. Mér sýnist þetta þýða áratuga langa kreppu okkur öllum til stórkostlegs tjóns. Gríðarlegur fjöldi fólks mun flýja land sem mun gera þeim sem eftir verða enn erfiðara fyrir.

Hvernig væri þá fyrst að birta nákvæmlega í hvað allur þessi Icesave peningur fór til að við gætum þá áttað okkur á fyrir hvern við erum að borga. Hvernig væri að þeir sem ábyrgð bera á þessu Icesave dæmi verði dæmdir til þyngstu refsingar svo við hin gætum reynt að borga þetta í einhverri sátt?

Best væri að neita að borga þetta. Bretar og Hollendingar færu þá bara í mál.


mbl.is Þjónar hagsmunum að ljúka Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðir hlutir gerast enn

Langar til að vekja sérstaka athygli á endurbættri spáritssíðu Veðurstofunnar sem má nálgast hér. Þessar spár eru sífellt að verða áræðanlegri og gott að vita þannig hvernig veðrið muni verða næstu daga.

Einnig langar mig til að fá að mæla með Hamborgarafabrikkunni. Fór þangað um daginn og var mjög ánægður með staðinn. Allt mjög snyrtilegt, góð þjónusta og góður matur á sanngjörnu verði.

Ég hef áður bent á rafbíla og langar að fá að bæta við það. Í fréttum danska sjónvarpsins í dag var sagt frá því að Chevrolet væri farið að selja rafbíl þar í landi og eins og einn viðmælandinn sagði þá undraðist hann að rafbílar skyldu ekki hafa verið notaðir síðustu 100 árin eða svo! Hér má sjá nýja Chevrolet fólksbílinn.


Lilja virðist skilja hörmulega stöðu Íslands

Það er kannski ekki mikil upphefð af því að vera valinn maður ársins hjá Útvarpi Sögu. Útvarpi sem ég hef lengi kallað útvarp dauðans.

En það að Lilja hafi orðið fyrir valinu kemur mér ekki á óvart enda virðist Lilja, einn þingmanna hafa skilning á þeirri hörmulegu stöðu sem svo margir Íslendingar eru komnir í eftir hrunið.

Skammarlegt er að sjá Samfylkingarsinna eins og Eið Guðnason nota þetta tækifæri til að ráðast á Lilju.


mbl.is Lilja maður ársins á Útvarpi Sögu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Besta jólagjöfin

Fyrir jól spurði 11 ára dóttir mín hvað mig langaði í jólagjöf. Þar sem ég vildi ekki að hún væri að eyða peningum í gjöf fyrir mig þá svaraði ég henni strax að ég vildi bara ást og kærleika í jólagjöf og því væri ekki hægt að pakka inn.

Kannski var þetta svar ekki gott fyrir barnið sem auðvitað langaði að gefa mér jólapakka. Og pakka fengum við foreldrarnir frá henni. Í honum var lítil krukka sem í var miði sem á stóð:

Hér er ást og kærleikur í krukku
sem verður ykkur til lukku.

Einnig gaf hún okkur foreldrunum handteiknaðar andlitsmyndir af okkur. Hrein listaverk!


Maður ársins

Nú eru miðlar, eins og Pressan og Vísir að hefja kosningu um Mann ársins“. Sjálfsagt verður það Lilja Mósesdóttir sem fær þar flest atkvæðin og er hún örugglega vel að því komin.

Hins vegar kýs ég sjálfur skýrmæltu fréttakonuna Maríu Sigrúnu Hilmarsdóttur og þá fyrst og fremst fyrir þátt hennar um þjóðhetjuna Reyni Pétur á Sólheimum.

Einnig fannst mér gott fréttaviðtal hennar við Steingrím J. þar sem hún spurði hvort það væri ekki vandræðalegt fyrir hann að hafa barist fyrir fyrri Icesave samningnum sem þjóðin felldi með yfirgnæfandi meirihluta. Steingrímur svaraði henni með þjósti og sagði það vandræðalegt fyrir Maríu að spyrja hann þessarar spurningar.  Mikið sem Steingrímur varð sér til minnkunar með þessu svari.


Mikil gæfa er hitaveitan!

Frændi minn sem var við nám í Aberdeen í Skotlandi um 1970 hefur sagt mér sögur af vetrum sínum þar. Stundum var svo kalt í húsinu sem hann bjó í, að hann hafði það fyrir sið að fara úr strætisvagninum einni stoppistöð áður hann var kominn á leiðarenda svo honum gæfist færi á að skokka sér til hita áður en hann var kominn heim.

Nú heyrir maður sögur af gömlu fólki í Evrópu sem eyðir deginum mikið til í strætisvögnum til að halda hita á sér þar sem það hefur ekki ráð á að kynda heimili sín. Mikið er okkar lán að eiga heitt vatn og hitaveitu.

Þessu tengt: Sigurjón og hinir Landsbankaræningjarnir rændu víst samtök eldri borgara með Icesave þarna úti og ég efast um að það fólk fái peningana sína bætta.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband