Færsluflokkur: Dægurmál
Frábær tíðindi
3.11.2011 | 17:25
Það að Hanna Birna bjóði sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins er frábært. Þeir sem fylgst hafa með henni í stjórnmálum vita að hún er heiðarleg, réttsýn og sanngjörn. Hún hefur líka trú á fólki til að standa sig í uppbyggingu þjóðfélagsins og vill hjálpa við slíkt öfugt við núverandi stjórnvöld sem reyna helst að draga kjark úr fólki eða hefta það niður.
Best væri að þeir þingmenn sem sátu á þingi fram til 2008 sæu að þeirra tími er liðinn svo þeir bjóði sig ekki fram aftur.
Snýst um líklegan sigurvegara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Frábærar Cohen ábreiður
7.10.2011 | 23:19
Í síðasta mánuði varð kanadíski snillingurinn Leonard Cohen 77 ára. Ég hef verið mikill aðdáandi hans frá því um 1973, eða þar um bil, þegar Cohen var mikið spilaður á heimili mínu. Síðan hef ég keypt allar plöturnar og spilað þær óskaplega mikið. Fór auðvitað að sjá hann þegar hann kom og lék í Laugardalshöllinni á sínum tíma.
Fyrir stuttu heyrði ég ameríska jazzsöngkonu af frönskum uppruna, Madeleine Peyroux syngja sína ábreiðu af laginu Dance Me To The End Of Love. Þetta gaf hún út 2004 og núna fyrst var ég að heyra þessa snilld. Ég hef aldrei verið áhugamaður um jazztónlist en þarna tekur þessi Peyroux þetta Cohen lag svo frábærlega að orð fá því tæplega lýst. Hér syngur Peyroux lagið á tónleikum.
Aðra Cohen ábreiðu langar mig að benda á, en þar er það söngvari sem heitir Anthony sem syngur lagið If It Be Your Will.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um fjallvegi á austur- og norðurlandi
17.8.2011 | 17:53
Í síðustu viku fór ég um austur- og norðurland og fór yfir flesta fjallvegi á svæðinu. Ég hafði aldrei áður farið yfir Hellisheiði eystri né Oddsskarðið. Báðir vegirnir eru stórhættulegir og sjálfsagt lokaðir stóran hluta vetrar. Sól og blíða fylgdi mér í þessari ferð og það var ekki fyrr en í Héðinsfjarðargöngunum sem bíllinn fékk alvöru bleytu á sig. Göngin leka nefnilega!
Nýi vegurinn milli Raufarhafnar og Kópaskers er mjög góður. Eins er vegurinn milli Sauðárkróks og Skagastrandar líka fínn.
Vaðlaheiði hef ég oft farið yfir en aldrei talið hana neinn sérstakan farartálma. Ef norðlendingar vilja endilega göng þar í gegn er það í lagi mín vegna, borgi þeir þá sjálfir göngin.
Hugsanlega segja einhverjir þá að öll þjóðin þurfi að borga byggingu Hörpu en ég var áður búinn að fordæma byggingu hennar og þá sérstaklega eftir hrunið 2008.
Fjármögnun ganga tryggð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Karlmenn að verða óþarfir
5.8.2011 | 17:11
Það var svo sem vitað að við karlmenn yrðum fyrr eða síðar algerlega óþarfir til að viðhalda lífinu. Konur munu þannig geta einar framkvæmt æxlun.
Mikið sem ég er heppinn að hafa fengið að upplifa tíma þar sem ég gat fengið að eignast börnin mín, og eiga minn nauðsynlega þátt í þeirri æxlun.
Búa til sæði úr stofnfrumum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Gabbfrétt um greind Internet Explorer notenda
3.8.2011 | 20:11
Furðu margir fjölmiðlar og bloggarar (mbl.is og fleiri) hafa fallið fyrir þessari gabbfrétt um meinta greindarmælingu þeirra sem nota hina og þessa vafra. Hér má sjá frétt þar sem gabbinu er lýst.
Þeir sem verða stærstir í einhverjum geira verða við það skotmörk margra, a.m.k. þeirra sem vilja að annar sé stærstur. Á þessu hefur Microsoft lengi fengið að kenna. Fyrirtæki verða því að gæta sín á því að verða ekki of stór og markaðsráðandi. Það er til eitthvað danskt heiti yfir þennan komplex, þ.e. að láta ekki of mikið á sér bera eða skara fram úr á einhvern hátt.
Kannski eru þeir sem trúa fréttinni með lága greindarvísitölu?
Notendur IE greindarskertir? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lánshæfnismat í einhverju rugli
2.8.2011 | 20:44
Það vekur undrun mína að Bandaríkin skuli áfram vera með bestu lánshæfnismatseinkunn, eða AAA þrátt fyrir allar þeirra efnahagsþrengingar og brjálaðar skuldir. Skuldir sem sumir segja aldrei verða borgaðar.
Ísland sem erlendir aðilar hafa sagt eigi sér öfundsverðar framtíðarhorfur (og ekki hef ég heyrt það tekið til baka) er hins vegar með miklu slakara lánshæfnismat, gott ef ekki í ruslflokki.
Ég skil þetta ekki alveg.
Einungis fyrsta skrefið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sissel
24.7.2011 | 22:27
Norska söngkonan Sissel Kyrkjebö hefur lengi verið í uppáhaldi hjá mér. Hér syngur hún lagið Shenandoah:
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
"Einkaneysla og fjárfesting eykst"
8.7.2011 | 11:36
Í þessari spá er gert ráð fyrir því að einkaneysla og fjárfesting muni sem betur fer aukast.
Þetta minnir mig reyndar á þegar ég var í stærðfræði í Menntaskólanum við Sund. Þar var stærðfræðikennari sem heitir Sigmundur. Þegar hann var að skila einu skyndiprófinu þá fagnaði einn nemandinn og hrópaði: "Ég hef tvöfaldað einkunnina frá síðasta prófi"!
Sigmundur svaraði og sagði: "Tvisvar sinnum núll er áfram núll".
Hagstofan hækkar hagvaxtarspá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Plankinn hjá ESB
3.7.2011 | 17:14
Um helgina var ég í Brussel og þar sem ég var í gær; 2. júlí 2011, við höfuðstöðvar framkvæmdastjórnar ESB þá stóðst ég ekki mátið að plankast aðeins. Þetta er reyndar minn fyrsti og örugglega síðasti planki :-)
Ljósmyndarinn óskar eftir því að nafni hans sé ekki getið.
Þegar kona mín sá þessa mynd þá spurði hún hvort ég væri þarna að sýna hve þversum ég væri aðild Íslands að Evrópusambandinu. Við hjónin erum kannski ekki alveg sammála þegar að því kemur. Hún bætti svo við (vonandi í gríni) að þetta sýndi líka hvað ég væri alltaf tilbúinn að sjá flísina í auga ESB en sæi aldrei bjálkann (plankann) í auga mínu.
En hvað um það, Brussel er ágæt borg og helgarferð þangað fær mín bestu meðmæli.
Þurfum ekki sérstaka undanþágu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Er lífrænn landbúnaður sökudólgurinn?
6.6.2011 | 20:55
Í frétt Reuters í dag er talið líklegt að það sé lífrænn landbúnaður sem sé sökudólgurinn í þessu E. coli fári sem hefur leikið íbúa norðurhluta Þýskalands illa að undanförnu. Lífrænn landbúnaður er sagður skapa kjöraðstæður fyrir hættulegar bakteríur.
Baunaspírur hafa verið þekktar fyrir áhættu á svona löguðu. Það vill svo til að yngri konur vilja frekar borða hráar baunaspírur en aðrir. Fjöldi sýktra í þessu kólígerlafári hefur verið mestur í hópi yngri kvenna.
Kólígerlar ekki á baunaspírum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)