Færsluflokkur: Dægurmál

1. apríl skýrslan

Enn er verið að gera grín að þjóðinni. Öllu er slegið á frest aftur og aftur. Fer þá ekki best á því að þessi skýrsla komi út 1. apríl?

funny


mbl.is Skýrslunni enn frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ömurlegt svifryk

Fór eldsnemma í morgun með bílinn í smurningu í Kópavoginum. Þó kalt væri í veðri þá gekk ég þaðan heim þó um nokkurra kílómetra leið væri að fara enda fallegur dagur og sólin byrjuð að lýsa upp himininn. Þegar ég sótti bílinn aftur seinnipartinn þá gekk ég aftur nokkurra kílómetra leið með útsýni á haf út. Betra verður það ekki!

Í kvöld hef ég hins vegar fundið fyrir óþægindum í hálsi og lungum. Örugglega af völdum svifryksins sem sjá mátti svo greinilega í dag.


MS - Ný skýring fundin?

Í haust bloggaði ég um mikið og ótvírætt gagnsemi D-vítamíns. Hér má sjá fróðlegan fyrirlestur um D-vítamínið.

Gagnsemi D-vítamíns er einnig ljós hvað varðar MS sjúkdóminn. Leit að orsökum MS hefur annars tekið langan tíma og skilað litlu.

Nú eru komnar fram nýjar niðurstöður sem benda til þess að æðaþrengsli í hálsi  kunni að valda MS sjúkdómnum. Sjá frétt Sky fréttarásarinnar.

 


Nokkur orð um söngvakeppnina

Fyrir keppnina var ég viss um að lag Örlygs Smára myndi sigra og að lag Óskars Páls og Bubba yrði í öðru sæti. Þetta kom ekki á óvart. Röð næstu laga hefur ekki verið gefin upp en ég myndi ætla að hún hefði verið þessi: 3. sæti Waterslide, 4. sæti Gleði og glens, 5. sæti The One og 6. sæti Out Of Sight.

eurovision

Í gærkvöldi var söngur flestra langt undir getu. Kannski hefur einhver hálsbólga verið að ganga?

Eitt sem mér finnst lélegt hjá Sjónvarpinu en það er lýsingin á settinu. Söngvarar eru illa upplýstir og sviðsmyndin dimm. Þetta hefur verið gegnumgangandi í sjónvarpsþáttum hjá RÚV og er kannski einhver ákvörðun þeirra sem vill láta allt líta út eins og um myrkraverk sé að ræða.

RÚV menn. Berið saman Jóhönnu Guðrúnu syngja í þættinum í gær og Jóhönnu Guðrúnu syngja í Moskvu í fyrra. Bókstaflega eins og svart og hvítt!


mbl.is Hera Björk fulltrúi Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæsilegt skjádagatal

Mig langar hér til að vekja athygli á mjög glæsilegu skjádagatali Arionbanka.

dagatal

Það eru ljósmyndir Torfa Agnarssonar sem hafðar eru í þessu dagatali. Hægt er að fara inn hér til að sækja dagatalið. Þá er viðkomandi mánuður sóttur í þeirri upplausn sem viðeigandi er fyrir skjáupplausn notenda og síðan hægri smellt á skjámyndina og valið Set as background. Nafn Arionbanka birtist þá neðst til hægri svo e.t.v. eru þeir sem ekki eru í viðskiptum við þann banka lítið áhugasamir um að hafa nafn hans þar - en flott er dagatalið.


Þjóðaratkvæðagreiðsla - Ég segi NEI!

Eftir nokkrar vikur, hugsanlega á afmælisdaginn minn 27. febrúar, verður þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort Icesave2 taki gildi eða ekki.

Í Icesave2 voru fyrirvararnir sem Alþingi setti síðasta sumar útvatnaðir og nánast felldir niður, a.m.k. þeir sem höfðu skipt máli.

Það sem ég spyr mig að áður en ég greiði atkvæði er þetta:

1. Er sanngjarnt að ég sem aldrei hafði vitneskju um þetta Icesave dæmi og fékk aldrei þennan pening sem Landsbankinn stal, m.a. frá breskum og hollenskum líknarfélögum, fari nú að borga skaðabætur vegna þess?

Svar: Væntanlega er ég í ábyrgð fyrir þessu þar sem ég á einn þrjúhundruðogeitthvað þúsundasta hlut í Íslandi - svo líklega já.

2. Er sanngjarnt að ég greiði þessar skaðabætur þó svo margir erlendir sérfræðingar segi þetta óréttmætt og rangt gagnvart Íslandi?

Svar: Þetta er hryllilega ósanngjarnt - svo líklega nei.

3. Er sanngjarnt að ég fari að borga þetta þegar Bretar og Hollendingar þvinga þessum samningi upp á Ísland?

Svar: Einhversstaðar er sagt að sá vægi sem vitið hafi meira - svo líklega já.

4. Er sanngjarnt að samþykkja þennan samning sem líklega, eftir niðurfellingu fyrirvarana, mun setja gríðarlegar refsigreiðslur á komandi kynslóðir sem alls ekki höfðu neinn möguleika á að samþykkja eða neita þessu?

Svar: Að fara að segja já við þessum samningi er ófært í þessu ljósi - svo svarið er afdráttarlaust nei!


mbl.is Lög um þjóðaratkvæði samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stuðningsfólk Sjálfstæðisflokks er reiðast allra vegna hrunsins

Því hefur verið haldið fram að Sjálfstæðisflokkurinn vilji fella ríkisstjórnina og komast í ríkisstjórn til að stoppa rannsóknina á hruninu. Ekkert er fjær sanni að mínu mati.

Það er stuðningsfólk Sjálfstæðisflokksins sem er reiðast allra vegna hrunsins. Grunngildi þess fólks höfðu verið fótum troðin og svert. Menn eins og Sigurjón Árnason, Björgólfarnir, Jón Ásgeir og Geir Haarde geta þá fyrst farið að biðja Guð að hjálpa sér komist Sjálfstæðisflokkurinn aftur í stjórn.

Það sama á við fólk eins og Bjarna Ben, Þorgerði og Illuga hafi þau brotið af sér.


mbl.is Gefur sér að forsetinn synji
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Maður ársins 2009

Í dag greiddi ég atkvæði í kosningu um mann ársins hjá Pressunni. Atkvæði mitt fékk Vodafone froskurinn.

froskur

 

 

 

 

 

Það er Pétur Jóhann sem talar fyrir froskinn og gerir hann ódauðlegan. Sjá:

http://www.youtube.com/watch?v=M53cYnTcP7M


Boeing 787 Dreamliner hefur flugið

Fyrsta flug nýrrar gerðar farþegaþotu verður í dag (ef veður leyfir) frá Boeing verksmiðjunum í Everett í Bandaríkjunum. Everett er rétt norðan við Seattle. Þegar þetta er ritað er skúraveður í Everett en flugbrautin er sæmilega þurr og hitastig 3 gráður Celsius.

Þessi gerð flugvélar er mikið breytt frá fyrri gerðum farþegaþota. Álinu, sem hefur verið uppistaðan í flugvélum til þessa hefur verið skipt út fyrir koltrefjaefni og er framleiðsla vélarinnar mikið breytt frá því sem verið hefur og er hún þannig eins og bökuð í ofni í framleiðslunni. Þannig verður hún léttari og er sögð verða endingarbetri en flugvélar hafa verið. Athygli vekur t.d. hve vængirnir eru örþunnir. Þessi flugvél er sögð verða allt að 20% sparneytnari á eldsneyti en þær sparsömustu eru í dag og segja forráðamenn Boeing að það muni skila sér í lægri flugkostnaði farþega í framtíðinni.

Innanrýmið hefur einnig verið hannað á nýjan hátt þar sem margt er gert til að auka þægindi farþega, t.d. er loftþrýstingur ekki minnkaður jafn mikið og í núverandi farþegaþotum þegar flughæð er náð. Eins verður rakastigið betra. 

Miklar seinkanir hafa verið á framleiðslu þessarar Dreamliner flugvélar þannig að flugfélög og fjölmiðlar hafa  misst nokkuð áhugann en forráðamenn Boeing segja að ef fyrsta flugið í dag heppnist vel þá gæti eftirvænting eftir vélinni aukist að nýju. Fyrstu farþegavélarnar eiga að koma úr framleiðslu árið 2011 eftir að fyrstu vélarnar hafa farið í gegnum alls kyns reynsluflug við ólíkustu og erfiðustu skilyrði.

Seinkanirnar hafa verið sagðar stafa m.a. af of mikilli og vanhugsaðri útvistun framleiðsluþátta vélarinnar. Dreamliner flugvélin mun taka 200-300 farþega eftir innréttingu og skv. verðlista Boeing mun hver vél kosta um 150 milljónir dollara, eða 19 milljarða króna. Boeing segir að þegar séu þeir með pantanir fyrir 800 Dreamliner vélar og má nefna að Icelandair pantaði slíka vél fyrir hrun og stendur sú pöntun enn skv. síðustu upplýsingum.

Fyrsta flugið er áætlað um kl 18 í dag að íslenskum tíma og verður það sýnt hér: http://787firstflight.newairplane.com/ffindex.html


Of hátt verðlag?

Þegar Íslendingar hafa komið til fátækra ríkja á undanförnum árum, t.d. í Asíu eða Austur-Evrópu þá hafa þeir furðað sig á að sjá þar þekkt vörumerki, t.d. bíla eða raftæki, á mjög lágu verði.

Skýringin sem gefin hefur verið þegar heim er komið er að framleiðendur og dreifingaraðilar miði sína verðlagningu út frá auðlegð þjóða sem selt er til.

M.ö.o. ríkt land kaupir vöruna á fullu verði en fátækt land fær hana ódýrari. Kannski tekur það framleiðendur og dreifingaraðila einhvern tíma að átta sig á hver staða Íslands sé nú orðin.


mbl.is Beðið færis til þess að hækka vöruverðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband