Færsluflokkur: Dægurmál
Breyting á heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna snúin en nauðsynleg
7.11.2009 | 19:09
Ég var með fjölskylduna í Bandaríkjunum í síðustu viku. Húsbóndinn á heimilinu sem við heimsóttum hafði slitið hásin í körfubolta, vikunni áður. Hann er sjálfstætt starfandi ljósmyndari og hefur ekki verið sjúkratryggður. Hann fór í aðgerð stuttu eftir óhappið og þurfti að greiða fyrir aðgerðina sjálfur.
Ég spurði hann hvort það hefði ekki verið rándýrt. Svar hans kom mér nokkuð á óvart. Hann sagði aðgerðina hafa kostað sem svaraði til þess að sjúkratryggja sig í eitt ár. Hann væri því enn í miklum gróða þar sem hann hefði verið ótryggður svo lengi.
En svo bætti hann því við að hann hefði fengið talsverðan afslátt á aðgerðinni þar sem hann þurfti að greiða hana sjálfur. Tryggingafélögin fengju ekki afslátt heldur þyrftu þau að greiða allt upp í topp.
Loks sagði hann að ef eitthvað stærra kæmi fyrir sig þá væri hann í slæmum málum og hann væri því harður á þeirri skoðun að heilbrigðiskerfinu yrði að breyta í þá átt sem Obama hefur lagt til.
Enn deilt um heilbrigðismál Obama | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bensínið er samt dýrt
3.11.2009 | 17:38
Var í Bandaríkjunum í síðustu viku og þar keypti ég bensín sem var meira en helmingi ódýrara en hér á Íslandi. Bensínið hér á Íslandi er 2,2 sinnum dýrara en það kostar á venjulegri vegabensínstöð á vesturströnd Bandaríkjanna. Samt eru Bandaríkjamenn mjög óánægðir með verðið sem þeim finnst brjálæðislega hátt.
Ísland og önnur vestur-Evrópuríki velja það hins vegar að skattleggja bensíndropann undir drep.
Eldsneytisverð lækkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Er þetta eitthvað Schengen rugl?
2.11.2009 | 18:12
Kom í morgun frá Seattle í Bandaríkjunum. Áður en farið var um borð þar þurftu allir að fara í gegnum nákvæmt öryggiseftirlit þar sem meðal annars þurfti að fara úr skóm og taka af sér belti. Það sama var upp á teningnum þegar farið var af stað frá Íslandi. Í báðum tilvikunum mátti ekki fara með neinn vökva um borð nema þann sem keyptur hafði verið í öruggri flugstöðinni.
Þetta getur maður skilið sem öryggisathugun vegna hugsanlegra hryðjuverka í flugi.
En þegar lent hafði verið í Keflavík í morgun var farþegum tilkynnt að þeir þyrftu að fara aftur í gegnum svona öryggisúttekt þar sem reglurnar væru ekki eins í Bandaríkjunum og í Evrópu!
Þarna var t.d. kókflaska tekin af mér sem ég hafði keypt í flugstöðinni í Seattle til að drekka í fluginu heim (sem ég gerði svo ekki).
En ég meina, hvaða rugl er þetta? Telja Evrópumenn að bandarískar flugöryggisreglur séu léttvægari en þær evrópsku? Að kókflaskan sem ég keypti í flugstöðinni í Seattle væri hugsanlega sprengja sem Bandaríkjmenn hefðu sleppt mér um borð með?
Svona rugl er bara óþarfa atvinnubótavinna fyrir tolleftirlitið.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
McDonald's hættir en áfram hægt að fá ágæta hamborgara á Íslandi
26.10.2009 | 16:07
Þó að McDonald's á Íslandi sé að hætta þá er áfram hægt að fá ágæta hamborgara, eins og á American Style og hjá Tomma. Vonandi verður þessi Metro með góða hamborgara líka.
Þegar ég hef verið erlendis þá hefur mér þótt gott að geta farið á næsta McDonald's því þar veit ég alltaf hvaða mat ég er að panta.
Hér er amerískt video þar sem sýnt er hvernig hamborgarar eru "smínkaðir" fyrir auglýsingatökur:
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Windows 7 - sólskinsblettur í heiði
21.10.2009 | 17:54
Í rúmt ár höfum við heyrt endalausar hörmungarfréttir af íslenskum efnahagsmálum. Síðustu vikur bætist svo við svínaflensan sem virðist leggja flesta.
En... eins og Jónas Hallgrímsson sagði;
en ef við sjáum sólskinsblett í heiði
að setjast allir þar og gleðja oss
Á morgun 22. október er opinber útgáfudagur Windows 7. Allt bendir til að þetta sé afar vel heppnað stýrikerfi og hvet ég fólk því til að kaupa það sem fyrst. Nokkrar ástæður fyrir því eru:
1. Ef þú þekkir Windows þá er lítið mál fyrir þig að læra á Windows 7.
2. Eldri Windows gögn ganga á Windows 7.
3. Windows 7 er furðu "létt" og virðist ganga vel á eldri tölvum.
4. Eftir efnahagshrun fyrir ári er Microsoft með afar hagstæða gengisskráningu fyrir Ísland. Mjög hagstæð kaup núna.
5. Windows 7 þykir hafa mjög gott safn rekla þannig að það þekkir nánast öll eldri tæki.
6. Gæði Windows hefur aldrei verið meira.
7. Öryggi Windows aldrei meira.
Sala á Windows 7 að hefjast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fyrsta prufa á Live Writer í Windows 7
19.10.2009 | 17:56
Hér er komin fyrsta prufa mín á Live Writer í Windows 7 til að rita bloggfærslu á blog.is. Skv. Microsoft er þetta einföld leið til að rita bloggfærslur og auðveldara að bæta inn myndum, töflum, kortum, hreyfimyndum og fl.
Mynd úr hestagirðingu tengdaforeldranna
D-vítamín í stað flensubólusetningar
15.10.2009 | 18:06
Blessunarlega hefur fjölskylda mín sloppið við svínaflensuna fram að þessu. Núna er bóluefnið komið til landsins en einhver tími (vikur) mun líða þar til almenningur verður bólusettur. Eftir bólusetninguna munu líða einhverjar vikur þar til bóluefnið fer að virka. Sjálfur hef ég aldrei farið í flensubóluetningar og í einhver skipti fengið flensu og orðið drulluveikur. Konan mín minnir mig þá alltaf á að taka lýsi sem ég geri aldrei.
Læknar hafa sagt að sterkt ónæmiskerfi sé einhver besta vörnin gegn flensu. Þannig benda þeir á að nægt magn D-vítamíns í líkamanum sé mjög mikilvægt til að halda ónæmiskerfinu sterku. D-vítamín fær maður t.d. úr fiskmeti eins og lax og síld og einnig er lýsið D-vítamínríkt.
Ofgnótt D-vítamíns er ekki sögð góð þannig að ég ætla ekki að fara að taka það inn í töfluformi en breyta hinsvegar mataræðinu. Nú fer ég líka að taka lýsi.
Hér er síða sem nefnir ýmsa kosti D-vítamíns: http://health.learninginfo.org/benefits_vitamind.htm
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Windows 7 - hin nýja skilvirkni
12.10.2009 | 20:29
Opinber útgáfudagur næsta stýrikerfis frá Microsoft; Windows 7, verður 22. október, eða eftir 10 daga. Microsoft mun þá verða með sérstaka útgáfuhátíð í New York undir slagorðinu The New Efficiency (Ný skilvirkni), en kynningar og fyrirlestrar um Windows 7 eru þegar hafnar víðsvegar um heiminn.
http://www.microsoft.com/windows/windows-7/features/tour.aspx
Nokkur spenningur er eftir þessu nýja stýrikerfi en síðasta stýrikerfi Microsoft; Windows Vista sem kom út 2006, náði ekki að heilla marga tölvunotendur. Engu að síður þykir Vista mjög gott stýrikerfi og tekur fyrirrennara þess; Windows XP, langt fram um stöðugleika og öryggi. Sjálfsagt lagði Microsoft of mikla áherslu á öryggisþátt Vista, þannig að fólki þótti það full óþægilegt í notkun. Auk þess fengu keppinautar Microsoft að halda uppi ófrægingarherferð án þess að Microsoft reyndi að svara því. Reyndar hefur því verið haldið fram að þó að Microsoft fyndi upp endanlega lækningu við krabbameini þá myndu þeir klúðra kynningu á því svo illilega að hún næði ekki athygli. Nýjar sjónvarpsauglýsingar í Bandaríkjunum með kynningu á Windows 7 þykja heldur misheppnaðar; eins og kynningin sé aðallega fyrir miðaldra húsmæður! http://www.microsoft.com/windows/watchtheads/
Microsoft hefur tekið tillit til óánægjuradda notenda Vista og bætt notendaviðmót Windows 7 til mikilla muna. Eins og í fyrri útgáfum er Windows 7 gefið út í nokkrum útgáfum; Starter, Home Premium, Professional, Enterprize og Ultimate, sjá: http://www.winsupersite.com/win7/win7_skus.asp. Venjulegur kaupandi mun þarna þurfa að velja á milli Home Premium og Professional.
Þar sem margar Windows tölvur tengjast og vinna saman, t.d. hjá fyrirtækjum, þá er notast við netþjón. Þjónninn sem fylgdi Windows XP var Windows 2003 og þjónninn sem fylgdi Vista var Windows 2008. Þjónninn sem er samhæfður Windows 7 er Windows 2008 R2. Windows 2008 R2 kemur út á sama tíma og Windows 7.
Windows 7 gerir ekki meiri vélbúnaðarkröfur en Vista þannig að hafi tölvan ráðið við að keyra Vista þá ræður hún við Windows 7. Því er varla hægt að búast við miklum kipp í tölvusölu við þessi tímamót. Mitt mat er þó að tölvan ætti helst ekki að vera eldri en þriggja ára og með að lágmarki 1 Gb í minni. Þá er gott að hafa ekki of gamalt skjákort til að geta fengið góða skjáframsetningu (Aero UI). Skv. Microsoft er hægt að keyra Upgrade Advisor sem segir til um hvort tölvan ráði við að keyra Windows 7: http://www.microsoft.com/windows/windows-7/get/upgrade-advisor.aspx
Niðurstöður þessarar athugunar sýnir hvað af vélbúnaðnum megi uppfæra til að fá betri afköst og virkni, t.d. ef öflugra skjákort þurfi til að notast við Aero UI, en Aero er samt ekki bráðnauðsynlegt.
Skv. W3Counter (http://www.w3counter.com/globalstats.php) nota flestir tölvunotendur enn Windows XP, þó að það sé 8 ára gamalt stýrikerfi. Windows XP var ágætlega heppnað stýrikerfi, en Vista og Windows 7 eru því langtum fremri hvað varðar stöðugleika, öryggi og fjölhæfni. Fyrir þá sem vilja uppfæra tölvu sýna frá Windows XP í Windows 7 þá eru hér leiðbeiningar: http://technet.microsoft.com/is-is/windows/dd671583(en-us).aspx
Niðurstaða mín er að Windows 7 sé framúrskarandi, fágað og snjallt stýrikerfi sem gerir allt sem að hugurinn fer fram á.
Dægurmál | Breytt 14.10.2009 kl. 11:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ótrúleg töfrabrögð!
10.10.2009 | 23:19
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ísland fremst!
5.10.2009 | 12:14
Erlendir sérfræðingar sem komið hafa til Íslands í kjölfar bankahrunsins hafa nefnt að Íslendingar eigi mikla framtíðarmöguleika þar sem landið býr yfir vel menntaðri þjóð og traustan innri strúktúr.
Nefnt hefur verið að Íslendingar ættu að einbeita sér að málefnum sem þeir geti haft yfirburða þekkingu og kunnáttu á. Þannig hafa þeir bent á að Finnar hafi einbeitt sér að farsímum (Nokia) og náð þannig mikilli velgengni.
Það eru til málaflokkkar sem við gætum skarað fram úr á heimsmælikvarða og ættum við því að einbeita okkur að þeim, frekar en að álbræðslum eða einhverju slíku sem skila þjóðinni ekki nægjanlegum arði þegar allt er tekið með í reikninginn (umhverfisspjöll og fleira).
Ég veit ekki hversu framarlega Hollendingar eru í vindmyllugerð, en einhvern veginn, þá eru þeir nátengdir vindmyllum í sögunni og vitund annarra þjóða um þá. Þetta geta Hollendingar nýtt sér fyrir smíði vindmylla og tækni hvort sem er til raforkuframleiðslu eða annars, ef aðrar þjóðir leita til þeirra eftir aðstoð.
Mig langar til að nefna hér tvo málaflokka sem Ísland gæti orðið leiðandi í fyrir heimsbyggðina. Annars vegar er það notkun jarðvarma hvort heldur til húshitunar eða orkuframleiðslu, en Íslendingar standa mjög framarlega í því. Við höfum hitað hús okkar um langan aldur með jarðvarma og höfum náð góðri þekkingu og reynslu á raforkuframleiðslu með jarðvarma. Þessa tækni er þegar farið að flytja út, t.d. til Filipseyja og fleiri ríkja, en nýjasta bortækni gerir fleiri og fleiri þjóðum möguleika á að nýta sér þessa leið. Þannig telja Bandaríkjamenn sig geta nú nýtt sér þessa tækni í flestum ríkjum Bandaríkjanna.
Þarna ættum við að bjóða fram aðstoð okkar.
Annað sem við gætum nýtt mikla reynslu okkar og þekkingu í, er í jarðvegsvernd. Við eigum Landgræðslu ríkisins sem er yfir 100 ára gömul stofnun. Landgræðslan á sér systurstofnanir erlendis en enga með viðlíka reynslu. Ein höfuð umhverfisógn heimsins er jarðvegseyðing. Á þessu sviði gætum við Íslendingar orðið leiðandi í jarðvegsvernd. Jarðvegsvernd hefur marga kosti fyrir þjóðir sem eiga í baráttu við jarðvegseyðingu. Einn af kostunum er að snúa við hnattrænni hlýnum með landgræðslu og skógrækt.
Í þessum tveimur þáttum sem ég hef hér nefnt ættum við að marka okkur stöðu sem aðrar þjóðir tækju eftir.
Ísland fremst í nýtingu jarðvarma!Ísland fremst í jarðvegsvernd!
Hvorutveggja eru brýn umhverfismál 21. aldarinnar.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)