Færsluflokkur: Dægurmál
Áfram FRAM-stelpur!
30.9.2009 | 11:08
Það var fyrir u.þ.b. 20 árum að ég var að æfa borðtennis í Laugardalshöllinni. Í eitt skiptið þá hafði kvennaflokkur FRAM í handbolta, sem var að æfa í aðalsal hallarinnar, fengið sama búningsklefa og við strákarnir sem vorum að æfa borðtennis.
Síðan þá hef ég alltaf haldið með FRAM!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Loksins frí veiruvörn frá Microsoft
29.9.2009 | 18:30
Loksins hefur Microsoft látið frá sér góða fría veiruvörn; Microsoft Security Essetials. Þetta er vörn sem gagnast hvort sem er fyrir Windows XP, Vista eða nýja stýrikefið Windows 7.
Microsoft hefur lengi gefið frá sér alls konar aukahluti með Windows stýrirkerfunum sem eru þó í samkeppni við önnur fyrirtæki en samt sem áður hafa þeir dregið mjög lengi að gefa út fría veiruvörn en það hefði átt að fylgja með fyrst af öllu.
Hægt er að sækja hana á; http://www.microsoft.com/security_essentials/
Áður en þessi nýja veiruvörn er sett upp eru eldri veiruvarnir, séu þær fyrir hendi, teknar niður.
Ókeypis öryggishugbúnaður frá Microsoft | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hversu öruggt er farþegaflug?
24.9.2009 | 19:10
Nú vill svo til að eftir mánuð flýg ég með fjölskyldu minni í stutta heimsókn til Seattle í Bandaríkjunum.
Dóttir mín hefur áhyggjur af því að smitast af svínaflensu í fluginu. Ég sá frétt á NBC um daginn þar sem fram kom að hættan sem flugfarþegar væru í að smitast af svínaflensunni í flugi væri mjög lítil. Hættan sé lítil þar sem loftið um borð er í sífelldri hringrás þar sem það er hreinsað með góðum síum. Hættan er þó fyrir hendi ef sýktur einstaklingur situr nálægt þér og er hóstandi eða hnerrandi.
Svo heyrði ég í dag í breska útvarpinu að áhöfnum flugvéla væri hætt við menguðu lofti um borð, sem fylgdi lofti sem sótt er inn í flugvélina frá hreyflum þeirra. Nefndar voru tvær flugvélagerðir sem væru hættulegar með þetta, BAe146 og Boeing 757. Boeing 757 eru einmitt flugvélarnar sem Icelandair notar. Þegar ég athugaði þetta á vefnum www.aerotoxic.org þá sé ég að þarna er átt við flugvélina 757-300 sem Icelandair notar ekki til Seattle flugs. Í það flug notar Icelandair flugvélina 757-200.
Icelandair á eina 757-300 vél en hún hefur minna flugdrægi en 200 útgáfan. Seattle flugið er það lengsta í áætlun Icelandair og sagði einn flugmaður mér að flugvélarnar rétt næðu til Seattle á síðustu dropunum svo 757-300 vélarnar eru tæplega nýttar til Seattle flugs. Í flugvélunum er flugeftirlitsbúnaður sem metur stöðugt hvort eldsneytið dugi til áfangastaðar + hugsanlegt hringflug og að ná þaðan til næsta varaflugvallar. Flugmenn gætu því valið að lenda á flugvelli á leiðinni til eldsneytistöku ef sýnt er að eldsneytið sé ekki nægjanlegt.
Dægurmál | Breytt 13.10.2009 kl. 15:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ef að kennarar ná að fylgja tímanum þá þarf ekki að skipta máli þó að þeir eldist. Mig langar hér að benda á aðferð sem notuð er í Bandaríkjunum til að styðja við nemendur og að passa upp á að þeir dragist ekki aftur úr án þess að því sé veitt athygli. Þetta kerfi kalla þeir SIGNALS og er tölvukerfi sem veitir nemendunum eftirfylgni. Allir íslenskir nemendur á framhaldsskólastigi eiga tölvur eða hafa aðgang að þeim þannig að þetta er vel fær leið. Hér er frétt NBC um SIGNALS:
http://www.msnbc.msn.com/id/3032619/vp/32634348#32634348Kennurum yfir fimmtugu fjölgar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 19.10.2009 kl. 16:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hærra minn Guð til þín
28.8.2009 | 18:00
Það hefði átt að vera fiðlusveit á Austurvelli í morgun að spila sorgartónlist, eða eitthvað í líkingu við það sem spilað var á Titanic.
Erlendir fréttamenn hefðu þá getað flutt þá frétt heim til sín þannig að öllum yrði ljóst hvílíkar hörmungar saklaus íslensk þjóð (eða 99,99% hennar) hefði fengið yfir sig.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nóg af bláberjum við Suðurstrandarveg
7.8.2009 | 15:34
Síðustu helgi fór fjölskyldan Krísuvíkuleiðina austur fyrir fjall. Mjög skemmtileg leið og veðrið var frábært. Stoppað var við Kleifarvatn og nesti borðað. Reyndar mátti finna ber þar svo börnin vildu helst ekki yfirgefa svæðið.
Áfram var haldið suðurstrandarveginn. Hafin er vegagerð þarna og gamli vegurinn því óskemmtilegur - eitt þvottabretti! Gaman verður að fara þessa leið þegar nýi vegurinn verður tilbúinn, hvenær sem þar svo sem verður.
Börnin fengu að fara í berjamó nokkrum kílómetrum austan við Krísuvík og þar var krökkt af berjum. Bæði krækiberjum og bláberjum.
Þarna var lítil umferð en það er virkilega þess virði að fara þessa fallegu leið.
Hvar eru bláberin? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mikið væri gott ef þjóðin ætti leiðtoga sem gæti talað kjark og trú á framtíðina í hana. Slíkur leiðtogi virðist ekki vera á Alþingi enda eru slíkir fáir til.
Helst dettur mér í hug sálfræðingurinn Jóhann Ingi sem þekkir þá hluti mjög vel hvernig eigi að blása fólki kapp í brjóst og trú á árangur.
Jóhann Ingi er ekki í ríkisstjórn eða á Alþingi og heldur ekki á Bessastöðum svo kannski eru okkur allar bjargir bannaðar.
Það er annars vel skiljanlegt þegar fólk yfirgefur landið eins og stjórn allra hluta hefur verið hjá okkur síðustu misserin. Hins vegar er það hörmulegt fyrir okkur sem eftir sitjum í skuldasúpunni og gerir okkur erfiðara fyrir.
Mesta hættan fólksflótti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Jacksons minnst
7.7.2009 | 11:43
Kannski er það eðlilegt að fólkið sem mesta hefur hæfileikana skuli vera nítt niður af öðru fólki eða hvað? Sjálfsagt hafa sálfræðingar eitthvað nafn yfir þetta. Michael Jackson hafði ótvírætt gríðarlega hæfileika þó að hann væri alls ekki eins og fólk flest er. Á bloggheimum má sjá hvar Dolly Parton (sem einnig hefur ómælda hæfileika) minnist Jacksons. Í athugasemdum eftir þá vinarkveðju eru ljótar athugasemdir um þau bæði:
http://www.youtube.com/watch?v=XqaV1PnDJBU
Á Íslandi á þetta athæfi sér einnig stað. Þá er ég t.d. að hugsa um Bubba Morthens sem er afburða snillingur í tónlistinni. Þegar einhver frétt er um Bubba á netinu þá koma ómerkilegustu athugasemdir um hann. Reyndar þá oftast frá nafnlausum aðilum.
Hér er upptaka frá æfingu Jacksons, tveimur dögum fyrir andlát hans, þar sem hann var að æfa fyrir tónleikahald sem hann var að fara í til Bretlands:
http://www.youtube.com/watch?v=YM3hzALnHX8
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Loksins eitthvað jákvætt til að segja frá
8.6.2009 | 00:41
Á föstudaginn voru skólaslit í Lindaskóla í Kópavogi og við það tækifæri var haldin vorhátíð skólans auk leikskólanna tveggja í Lindahverfi. Vorhátíðin tókst mjög vel og mátti sjá mikla gleði af hverju andliti.
Eiginkona mín var í undirbúningsnefnd þessarar hátíðar en komst ekki á síðasta undirbúningfundinn á fimmtudaginn vegna anna annarsstaðar og hljóp ég þá í skarðið fyrir hana. Hún var búin að segja mér að góð stjórn væri á undirbúningnum og reyndist það vera hverju orði sannara. Sú sem stýrði undirbúningsnefndinni heitir Gígja og kom frá foreldrafélagi leikskólans Núps. Hún hefur ótvíræða leiðtogahæfileika svo maður hefur varla séð annað eins. Hún hafði skýra mynd af verkefninu og mikla skipulagshæfileika. Var hvetjandi og úrræðagóð. Svo veitti hún hrós þegar við átti þannig að öll verk sem sinna þurfti voru unnin af gleði og ánægju.
Einnig langar mig hér að minnast á húsvörð Lindaskóla sem heitir Jóhannes. Það var sérstaklega ánægjulegt að leita til hans um lausn nokkurra þátta sem til féllu. Á fimmtudagskvöldið var útskriftarhátíð 10. bekkjar sem Jóhannes sá um að hluta. Þrátt fyrir að hann væri önnum kafinn þetta kvöld þá tók hann óskum okkar í undirbúningsnefndinni af mikilli hjálpsemi og ánægju. Ég veitti því athygli að nokkrir 10. bekkingar föðmuðu Jóhannes að sér að skilnaði og verð ég að segja að öðruvísi voru húsverðir þeirra grunnskóla sem ég gekk í. Þeir voru frekar svona úrillir feitir karlar með þykkar lyklakyppur sem áttu lítil samskipti við börnin önnur en til að skamma þau. Þegar húsverðir eru eins og Jóhannes, sem verða vinir barnanna, þá er það örugglega til þess að öll umgengni þeirra verður mjög góð.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)