Færsluflokkur: Dægurmál

Hættulegasta starf í heimi!

Þetta hlýtur að vera hættulegasta starf í heimi:
Worlds Most Craziest and Dangerous Job - More amazing video clips are a click away

Stjórnin vill ekki skilja málið!

Í morgun var félagsmálaráðherra í viðtali á Bylgjunni. Þar sagði hún m.a. að tillögur talsmanns neytenda hefði hún séð á fimmtudaginn og kíkt á þær en ekki skilið. "Síðan hefur náttúrulega ekki verið neinn vinnudagur". Eins gott að hún vinnur ekki í Slökkviliðinu!

Hjólað niður Alpana (með Jónasi Hallgrímssyni).

Jónasi Hallgrímssyni var umhugað um sparnað og samdi hann þessa stöku:

Eg er kominn upp á það
- allra þakka verðast -
að sitja kyrr á sama stað,
og samt að vera að ferðast.

Hér geta lesendur fylgt með í hjólreiðatúr niður Alpana.

 


Kastljós kvöldsins og Paul Harvey

Í Kastljósi kvöldsins var innlit til heimilisfólksins á Hólum á Rangárvöllum. Sannarlega yndislega fallegur þáttur nú á tímum. Ég sem gamall nágranni þessa fólks veit að þau búa í einhverri fallegustu sveit landsins.

Lengi hafa þau lifað án þess að setja sig inn í neyslukapphlaup þjóðarinnar, enda eru þau heldur einangruð þarna í Heklusveitinni. Þegar dóttirin á bænum fékk spurninguna hvort hún ætlaði ekki í sumarfrí þá var eins og hún skyldi ekki spurninguna.

Það minnti mig á það sem bandaríski útvarpsmaðurinn Paul Harvey, sem andaðist um daginn níræður að aldri, sagði um vinnu sína allt til dauðadags. Hann sagði að þegar maður starfi við það sem maður hafi yndi af þá er það ekki vinna! http://www.abcrn.com/harvey/

Paul Harvey var daglegur gestur á Kanaútvarpinu í gamla daga, reyndar eins og útvarpsfréttastöðva um öll Bandaríkin. Fréttaþættir hans voru mjög áheyrilegir enda gat hann flutt fréttir á svo áheyrilegan og jákvæðan hátt.

Fréttaþættir hans skyldu mann eftir með meiri trú á mannkynið og framtíðina. Hans er sárt saknað af hlustendum sínum.


Hvers vegna er djúp kreppa að skella á um allan heim?

Þetta er eitthvað undarlegt. Það er djúp kreppa skollin á um allan heim og það án nokkurrar sýnilegrar ástæðu. Ekki er sérstökum náttúruhamförum eða stórstyrjöldum um að kenna. Þá hlýtur þetta að vera mannanna verk, eða hvað?Ísland virðist verða fyrir sérstaklega miklum skakkaföllum þar sem við vorum veik fyrir. Hjá okkur var allt of stórt bankakerfi. Fleira bætist við svo sem aðför að krónunni t.d.En aftur að heiminum. Hvernig getur þetta gerst nú þegar heimurinn hefur aldrei verið jafn mikið menntaður og upplýstur?Heimsvæðingin veldur því að kreppa í einu landi hefur áhrif á viðskiptalönd þess, eins og um dómínókubba sé að ræða.Hugarfar hefur áhrif og því er mikilvægt að allir beiti bjartsýni fyrir sig en ekki neikvæðni, þó að mönnum sé kannski eðlilegra að leggjast í neikvæðni og niðurrif.
mbl.is Ætla að skapa 4000 ársverk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tölvukostur sem ég nota heima hjá mér

Til fróðleiks langar mig hér til að telja upp þann tölvukost sem er heima hjá mér:

Borðtölvan er glæný HP dx2400 með 2 Gb minni, 160 Gb disk, Intel G33/G31 skjákorti og DVD skrifara. Við hana er tengdur 19" Fujitsu LCD skjár, HP lyklaborð og G5 Laser Logitech mús.

Þessi tölva er satt að segja mun betri en ég hafði reiknað með og virðist því hverrar krónu virði.

HP Photosmart D7620 prentari er tengdur tölvunni. Þetta er fyrirtaks prentari, sérstaklega fyrir ljósmyndaprentun. Eini gallinn er hvað blekhylkin eru dýr!

Þá er ég tengdur Internetinu með ADSL router frá Zyxel (802.11g). ADSL sambandið er ég með hjá Vodafone þó að öll símatenging sé hjá Símanum, þ.e. borðsími og GSM. ADSL sambandið kostar rúmar sex þúsund krónur á mánuði og er kannski óþarflega öflugt. Til veiruvarnar er ég með AVG 8 veiruvörnina.

Diski tölvunnar hef ég skipt í tvennt. Annars vegar 80 Gb Windows Vista disk fyrir fjölskylduna þar sem hver hefur sinn aðgang. Hins vegar Windows 7 disk sem ég sjálfur nota (og er að rita þetta blog með). Póst er ég með hjá Windows Live og er með Outlook 2007 á tölvunni með Outlook Connector sem tengist pósthólfi mínu hjá Windows Live. Frábær lausn.

Windows Vista er frábært stýrikerfi sem reynist vera svo miklu betra en Windows XP. Windows 7, sem er uppfærð útgáfa af Windows Vista, er enn í beta útgáfu og lofar góðu.

Ég og eiginkonan notum svo tölvuforritið Skype til að hringja með til vina og ættingja í Bandaríkjunum og á Filipseyjum. Önnur úrvals lausn sem sparar útgjöld.

Einnig tengjast stundum tölvunni Canon Powershot A540 ljósmyndavél og Ipod Touch.

Öllu ofantöldu get ég mælt hiklaust með en vil samt benda á að það að tvískipta diski milli tveggja stýrikerfa er tæplega á færi leikmanna.


Önnur sparnaðarhugmynd

Í um 80% bifreiða er ökumaður einn í bifreiðinni. Oft er um langan veg að fara til vinnu fyrir fólk. Öllum þessum akstri fylgir gríðarlegur kostnaður. Þó að þarna megi spara með því annars vegar að sameinast í bíla eða nota almenningssamgöngur þá tel ég aðra leið geta sparað enn meira, en það er að fólk vinni tölvu- og símatengt heimanfrá sér. Öll tækni er fyrir hendi til að nýta sér þessa leið.

picture1_795337.jpg

Þetta getur átt við fjölda fólks á hinum ýmsu stofnunum og fyrirtækjum. Gallinn er kannski sá að yfirmenn hafa helst viljað hafa starfsfólkið hjá sér á vinnustað þar sem það stimplar sig inn og út.

Yfirmenn fyrirtækja þyrftu þá að hafa leið til að meta afköst starfsfólksins fremur en viðverumælingu gerða með stimpilklukku.

Það er margt starfsfólk, sem hefði til þess aðstöðu, sem myndi gjarnan þiggja það að geta unnið heimanfrá sér kannski tvo daga vikunnar en mæta á vinnustað hina þrjá.

Með þessu mætti spara miklar upphæðir sem ekki veitir af núna.


Sparnaðarhugmynd

Sé það rétt sem fræðingar hafa verið að halda fram síðustu árin; að veðurfar fari hlýnandi, þá er ýmislegt sem mætti á því spara.

Til dæmis er þá óþarfi að byggja vegi eins háa og maður hefur víða séð úti á landi. Vegirnir hafa verið gerðir svona háir vegna ímyndaðra snjóalaga, en það að hafa vegina óþarflega háa gerir lagningu þeirra dýrari og vegina hættulega í akstri því stórhættulegt er að fara út af slíkum vegum.

Hugsanlega má einnig spara í einangun húsa - eða hvað? Einangrun húsa er óvíða meiri en á Íslandi.

Áburðarverð stórhækkaði í fyrra og önnur stórhækkun er til viðbótar á þessu ári. Vonandi gerir hlýrri tíð jafnmikla áburðarnotkun óþarfa. Reyndar hefur verið nefnt að afgangar frá sjávarútvegi gætu líka nýst til áburðargjafar.

Nú er meiri þörf á að hugsa út fyrir kassann (eins og maður hefur heyrt sagt hjá svo mörgum fyrirlesurum síðustu árin) en nokkru sinni.


Söngvakeppni Sjónvarpsins - Besta lagið vann!

Það er engin spurning um að það var besta lagið sem vann söngvakeppnina í kvöld. Lag Óskars Páls Sveinssonar, Is It True, var áberandi besta lagið og vann þó að ég hefði verið farinn að efast undir lokin.

Þannig fannst mér Jóhanna Guðrún vera með betri hárgreiðslu og kjól í undanúrslitunum en núna og einnig fannst mér hún fara illa út af síðustu línu lagsins í kvöld, línu sem endurtekin var nokkrum sinnum á meðan atkvæðagreiðslan fór fram.

En það sem munaði kannski mestu var að flutningur lagsins sem ég hélt sigurstranglegast, Got No Love, klúðraðist herfilega. Eins kom lagið sem Jógvan flutti, I Think The World Of You, illa út. Lagið Lygin ein, heppnaðist nær óaðfinnanlega en komst samt ekki í efstu tvö sætin

Lagið Undir regnbogann sem hafnaði í öðru sæti, var svo mikið stolið að það var eins gott að það komst ekki alla leið.

Í bloggheimum eru flestir ánægðir með sigur Jóhönnu Guðrúnar, en þó má sjá einstaka neikvætt blogg um úrslitin. Þeim langar mig að senda þessa stuttmynd sem sínir mátt jákvæðninnar:

http://www.flixxy.com/validation-short-film.htm?a=0


mbl.is Lagið Is it true til Moskvu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugmynd fyrir Dorrit

Ef hugmynd Dorritar um að gera Ísland að Dubai norðursins fyrir hina efnameiri, verður einhverntíma að veruleika þá kæmi svokallað Dinner in the Sky til greina. Nóg er a.m.k. af lausum byggingakrönum út um allt núna.

http://www.dinnerinthesky.com/dits_dinner/index.php

Reyndar gæti vindur verið erfiður hjá okkur en væntanlega yrði hægt að setja skjólveggi úr gleri á svona fyrirbæri.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband