Færsluflokkur: Dægurmál

Slumdog Millionaire er stórkostleg!

Ég vissi ekki alveg hvað ég var að fara á þegar ég fór að sjá Slumdog Millionaire en myndin olli mér alls ekki vonbrigðum. Kannski er þetta besta mynd sem ég hef nokkurn tíma séð!

slumdogmillionaire1_small_786620.jpg

Allur leikur í myndinni er stórkostlegur sem og myndataka. Sagan setur myndina í form. Tónlistin er frábær. 

Myndin segir frá erfiðum uppvaxtarárum Jamal Malik og leit hans að æskuást sinni Latika.

Það kæmi mér virkilega á óvart ef myndin fengi ekki aðalverðlaunin á Óskarsverðlaunahátíðinni seinna í mánuðinum.

Hér fylgir lokaatriði myndarinnar sem minnti mig á vissan hátt á lokaatriði Titanic þar sem aðalleikararnir komu saman í eins konar kveðjuathöfn.

http://myspacetv.com/index.cfm?fuseaction=vids.individual&videoid=50868241


Söngvakeppni Sjónvarpsins - fjórði þáttur sterkur

Lag Heimis Sindrasonar, Cobwebs, í flutningi Unnar Birnu Björnsdóttur var mjög óspennandi og átti þ.a.l. enga möguleika í kvöld.

Lag Trausta Bjarnasonar, Roses, í flutningi Höllu Vilhjálmssonar var alls ekki nógu grípandi til að eiga möguleika.

Lag Örlygs Smára, Got No Love, í flutningi Elektra var gott lag fyrir Eurovision og vel flutt og átti því skilið að komast áfram.

Lag Hallgríms Óskarssonar, I Think The World Of You, í flutningi Færeyingsins Jógvans Hansen komst auðvitað áfram þó að flutningur þess í kvöld hefði getað verið betri.

Um tíma í kvöld hélt ég að Danir myndu senda Íslending til Moskvu og Íslendingar Færeying en það verður víst ekki. Danirnir völdu Íslendinginn Heru Björk ekki.

Í lokakeppninni hérna tel ég lag Óskars Páls Sveinssonar, Is It True, í flutningi Jóhönnu Guðrúnar, vera áberandi besta lagið. Hugsanlega munu Íslendingar þó vilja þakka Færeyingum veittan efnahagsstuðning og senda Jógvan til Moskvu fyrir okkar hönd. Ekki það að lagið sem hann söng í kvöld; I Tink The World Of You, er líka alveg frambærilegt.


Söngvakeppni Sjónvarpsins - þriðji þáttur athyglisverður

Það var nákvæmlega ekkert íslenskt við lag Óskars Páls Sveinssonar, Family, í flutningi Seth Sharp. Minnti mig á eitthvað þunnt og lélegt enskt lag.

Ég hef ekki gaman af jazz lögum og þ.a.l. ekki lagi Grétars Sigurbergssonar, Close To You. Lagið hefur sjálfsagt verið erfitt í söng og náði söngkonan Kristín Wium sér alls ekki á strik í því, a.m.k. ekki fram af.

Country lag Torfa Ólafssonar, Easy To Fool, var hresst og vel flutt og því eðlilegt að það kæmist áfram.

Besta lag kvöldsins var lag Alberts Jónssonar, Lygin ein, í flutningi Köju Halldórsdóttur og nýtur það sín best á góðu blasti.

Upphaf þáttarins í kvöld var skemmtilegt þar sem fólk úti í bæ dansaði fyrir sjónvarpsvélarnar.


Þór Sigfússon að formanni Sjálfstæðisflokksins, Hanna Birna varaformanni

Vonandi mun Geir vinna sigur á sínum veikindum sem og Ingibjörg Sólrún.

Sjálfstæðisflokkurinn mun velja sér nýjan formann í mars og þá skiptir öllu að vel takist til. Ég teldi misráðið af landsfundinum að velja einhvern af núverandi þingliði til forystu. Kjósendur myndu illa sætta sig við slík forystuskipti enda frammistaða þeirra lítil og tiltrú til þeirra lítil. Framtíðar stjórnarmöguleikar yrðu þá engir.

untitled

Þór Sigfússon teldi ég mjög heppilegan í formannsstarfið. Hann er vel menntaður og með góða greind. Líka tilfinningagreind sem skiptir miklu máli við núverandi aðstæður. Hann hefur verið afkastamikill og kann að koma góðum hlutum í verk.

Þór hefur það kannski gegn sér að hafa ritað bækur um útrásina. Útrás sem nú hefur brotlent, okkur öllum til tjóns. Þá hefur hann unnið með Milestone-liðinu sem er komið í þrot að því er virðist.

Kostir Þórs er að hann hefur umfram aðra hæfileika til að tala við fólk á jákvæðan og uppbyggilegan hátt og vera hvetjandi, sem fólki veitir ekki af í núverandi svartnætti.

hannabirnamyndnystaerri

Hanna Birna hefur sýnt frábæra stjórnunarhæfileika í erfiðu starfi sem borgarstjóri. Hún er ákveðin og lætur vandamál eða erfiðleika ekki setja sig útaf sporinu.

Kannski væri það fullmikið fyrir Hönnu Birnu að sinna starfi borgarstjóra og varaformanns Sjálfstæðisflokksins en núverandi staða kallar einfaldlega á að bestu mögulegu kandidatar myndu veljast til forystu Sjálfstæðisflokksins. Þess vegna nefni ég hér þau Þór og Hönnu Birnu.


mbl.is Geir með fullt starfsþrek
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"We can all get along"

Íslendingar eru um 300 þúsund talsins. Ef frá eru teknir nýbúar, þá erum við öll skyld. Ekki fjarskyldari en í 8 til 9 lið.

Þetta þýðir annars vegar að lögregluliðið eru frændur okkar og frænkur. Sömuleiðis þeir sem ófriðlegast láta af mótmælendum. Jafnvel allur þingheimur líka. Við eigum auðvitað ekki að beita nokkurn mann ofbeldi. Varla förum við að sýna frændfólki okkar banatilræði?Ég verð samt að segja það að þessir u.þ.b. 30 manns sem bera ábyrgð á að setja þjóðina á vonarvöl eru "ættinni" ekki til sóma.Geir Haarde er (ennþá) forsætisráðherra þjóðarinnar. Hann er líka forsætisráðherra þeirra er kasta eggjum að embættisbifreið hans. Hann þyrfti að biðja þjóðina afsökunar á þeirri stöðu sem hún er komin í. Hann yrði maður að meiri fyrir vikið.

Svertinginn Rodney King varð heimsfrægur árið 1992 eftir að myndir höfðu náðst í Los Angeles af því þegar hvítir lögreglumenn börðu hann í klessu með kylfum. Hann kom síðan fram í sjónvarpi og sagði orð sem urðu fleyg: "We all can get along"


Söngvakeppni Sjónvarpsins - annar þáttur sæmilegur

Það kom á óvart að annars auðgleymanlegt ættjarðarlag Einars Scheving skyldi ekki komast áfram í kvöld. Páll Rósinkrans var bara langt frá sínu besta og einhvernveginn eins og hann væri ekki alveg með hugann við lagið.

Lög Hallgríms Óskarssonar í flutningi Ingó og Einars Oddssonar í flutningi Ernu Hrannar Ólafsdóttur voru bæði svona týpísk Eurovision lög. Hallgrímur fékk atkvæði sem dugðu honum áfram. Hendingar úr því lagi virðast nokkuð stolnar - eða það finnst mér.

Lag Erlu Gígju Þorvaldsdóttur í flutningi Hreindísar Ylfu var kannski ágætt, en á ekki heima í þessari keppni, þó að það kæmist áfram núna.


Blaðamenn - skoðið þyrluleiguna

Annað sem fréttamenn mættu skoða hjá Gæslunni er þyrluleigan. Hún kostar gríðarlegar upphæðir! Hvers vegna voru ekki keyptar réttar þyrlur strax? Þá ætti Gæslan þyrlurnar skuldlaust núna.
mbl.is Flugmaður í mál við Gæsluna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Núna ætti verðbólga að mælast lítil sem engin - eða hvað?

Þeim sem eru með verðtryggð lán er eðlilega í mun um að verðbólgan fari að gefa eftir. Þegar mælingar verða gerðar í þessum mánuði ætti flest að geta leitt til þess að verðbólgan mælist lítil sem engin. Bensín hefur ekki verið ódýrara síðustu mánuði. Flugfargjöld hafa ekki fengist ódýrari óralengi. Útsölur eru út um allt.

Verðbólga ætti því að snarminnka og stýrivextir hljóta því að geta lækkað einnig. Reyndar hefur því verið haldið fram að verðbólgan dragist að stýrivöxtunum svo það væri reynandi þess vegna að stórlækka þá.

Eru stýrivextirnir kannski alfarið ákvarðaðir af Alþjóðagjaldeyrissjóðnun?


Bush kvaddur

Næsta þriðjudag mun Obama taka við forsetaembættinu í Bandaríkjunum. Í dag hélt Bush síðasta blaðamannafund sinn og ræddi þar við blaðamenn um forsetaferil sinn síðustu 8 ár.

bush3x-front

Bush viðurkenndi á fundinum í dag að hann væri ekki góður ræðumaður. Margt af því sem hann hefur látið út úr sér hefur verið klaufskt svo ekki sé meira sagt. Þannig sagði hann t.d. í dag að það hefðu verið vonbrigði að ekki skyldi hafa fundist gereyðingarvopn í Írak!

En talandi um það; þegar Bandaríkjamenn höfðu ráðist inn í Írak þá sögðu sumir Bandaríkjahatarar að auðvitað myndu þeir "finna" gereyðingarvopn. Þeir myndu koma þar fyrir sjálfir sýklaverksmiðju eða einhverju svoleiðis og látast síðan finna hana þar.

Sjálfsagt hefði Bush getað látið slíkt gerast, en hann gerði það ekki svo kannski er hann ekki eins slæmur og menn hafa talið.


Alvarleg er staðan

Stuttu eftir bankahrunið hitti ég Þór Sigfússon formann SA. Ég fór þá að býsnast yfir hversu grafalvarleg staða mála væri og eins og ég sagði þá; að sautján næstu kynslóðir yrðu með drápsklyfjar á sínum herðum. Þór sagði þetta af og frá. Það kæmu vissulega slæmar fréttir en aldrei væri minnst á þá mjög svo jákvæðu hluti sem þjóðin byggi yfir. T.d. nefndi hann miklar eigur bankanna, sérstaklega í útlánum sem myndi rétta stöðuna fyrr en menn ætluðu. Ég hef verið að reyna að trúa þessu en þegar slæmar fréttir, t.d. um hversu litlar líkur eru á að stór hluti þessara útlána fáist endurgreiddur, halda áfram að hlaðast upp, þá minnkar sífellt vonin.

Ríkisstjórnin virðist greinilega vera algjörlega vanhæf til að gera nokkuð rétt í stöðunni og segja má að hún hafi bara gert illt verra. Ég hef áður bent á að skipta þurfi út öllum þingheimi. Mótmælendur hafa einbeitt sér að of mörgum hlutum, enda af mörgu að taka, en ættu að mínu mati að einbeita sér aðeins að Geir Haarde. Sjálfur er ég hægri maður en Geir og ríkisstjórnin skemmir fyrir framtíðarmöguleikum hægri sinnaðs fólks til að hafa áhrif.

Það hefur reynst vel að þjóðarleiðtogi tali alltaf í jákvæðum tóni þrátt fyrir erfitt ástand og dragi þannig þjóðina upp með sér. Þannig var Ronald Reagan alltaf jákvæður þrátt fyrir erfitt ástand þegar hann tók við eftir Jimmy Carter og þannig tókst honum að rífa Bandarískt þjóðlíf upp með sér. Verra er þegar þjóðarleiðtogi er krónískur lygari eins og Geir hefur verið.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband