Ráð fyrir atvinnuleitendur
17.3.2010 | 17:43
Þegar margir ganga um í atvinnuleit eru öll góð ráð vel þegin til að ná starfi. Á blogginu hefur nafni minn Davíð Örn Sveinbjörnsson oft verið með góð og hvetjandi ráð. Vinnumálastofnun og verkalýðsfélög eru hjálpleg líka.
Nýlega rakst ég á athyglisverða grein eftir ráðgjafa frá Kanada sem heitir Dr. Carol Kinsey Goman en hún heldur því fram að vinnuveitendur séu búnir að meta umsækjandann eftir aðeins 7 sekúndur og fátt geti breytt því mati. Því skipti það höfuðmáli að nýta þessar 7 sekúndur fullkomlega. Grein hennar er á ensku en hún nefnir sjö atriði með skýringum sem atvinnuleitendur verði að gæta sín á þessar fyrstu sjö sekúndur sem vinnuveitandinn sér þá. Á þessum fáu sekúndum er fátt sem þú getur sagt sem getur haft úrslitaáhrif á vinnuveitandann. Það er fyrst og fremst líkamstjáningin sem skiptir hér höfuðmáli.
1. Viðmót
2. Vertu beinn í baki
3. Brostu
4. Náðu augnsambandi
5. Lyftu augnabrúnum
6. Hallaðu þér örlítið fram á við
7. Handtak
Í atvinnuviðtali hefur þú tækifæri til að ná jákvæðum fyrstu kynnum. Þú hefur aðeins sjö sekúndur en ef þú nýtir þær vel þá þarftu ekki nema sjö sekúndur.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.