„Tvö til þrjú þúsund hektarar brunnu“
26.3.2010 | 23:55
Ég trúi því einfaldlega ekki að tvö til þrjú þúsund hektarar hafi brunnið á túni við Bakkastaði í kvöld eins og segir í þessari frétt mbl.is. Þetta samsvarar 20 - 30 ferkílómetrum, sem útilokað væri fyrir slökkviliðsmenn að ná að berja niður eld á á rúmum hálftíma.
Búið að ráða niðurlögum eldsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Davíð
Var einmitt að spá í það sama, ég sá þetta í gær og það var annsi mikið svæði sem brann, en ekki 2000 hektarar, það er öruggt, ef ég man rétt er hektarinn 100mx100m þannig að það eru 10.000 m2 í einum hektara. ætli það sé ekki ca svæðið sem brann. Ég kíkti inn á borgarvefsja.is og mældi hugsanlegt brunasvæði og ég get mest mælt 1,2 hektra. Á reyndar eftir að sjá brunasvæðið betur núna í dag.
einar (IP-tala skráð) 27.3.2010 kl. 10:58
Já sæll Einar, ég var í sveit í gamla daga og þar var stærsta túnið (reyndar langstærsta) 100 hektarar að stærð eða 1 ferkílómetri.
Það kunna ekki allir að reikna flatarmál en slæmt ef að þessi vankunnátta kemur fram í fjölmiðlum.
Davíð Pálsson, 27.3.2010 kl. 13:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.