Nafn ákveðið á nýja fjallið á Fimmvörðuhálsi

Í dag fór ég inn Emstruveg þaðan sem stutt er í loftlínu að nýja fjallinu á Fimmvörðuhálsi. Margar hugmyndir að nafngift að þessu nýja fjalli hef ég heyrt. Garpur, Skjaldborg, Þórðarfjall og fleiri.

Fimmvörðuháls er þjóðlenda og er í umsjón sveitarfélagsins Rangárþings eystra. Eðlilegast væri að heimamenn fengju að ráða þessu nýja örnefni. Ég geri það að tillögu minni að sveitarstjórn Rangárþings eystra komi sér saman um fáein góð nöfn og láti íbúa Rangárþings eystra kjósa um nafnið samhliða kosningu til sveitarstjórnar í vor.


mbl.is Gosið gæti hafa náð hámarki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auðunn Árnason

Ég hef örlítið hugsað út í þetta og finnst þar sem við höfum Kötlu og Heklu sem nágranna að þá ætti þetta nýja fjall að bera karlmannsnafn til gæta að jafnrétti kynjanna og það nafn sem kemur strax upp í huga minn er Ómar, í höfuðið á Ómari Ragnarssyni sem hefur í áratugi verið samofin lýsingum í sjónvarpi á náttúruhamförum sem þessum, og er í reynd sárt saknað núna í umfjölluninni um gosið.

Auðunn Árnason, 29.3.2010 kl. 00:17

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Skjaldborg... hún er loksins komin!

Guðmundur Ásgeirsson, 29.3.2010 kl. 04:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband