Reykjavíkurflugvöllur þarf að vera opinn á morgun!

Ég skil ekki alveg svona vinnubrögð. Sem gamall sveitamaður þá þekki ég það að verk sem þarf að vinna séu unnin. T.d. við burð, í heyskap eða annað sem ekki mátti bíða. Sjálfsagt á það sama við í fleiri atvinnugreinum. 

 23988_380297910823_94957260823_4365262_2122971_n

Nú er einstakur atburður að gerast (gosið á Fimmvörðuhálsi) og því verður flugumferð að ganga eðlilega þegar veður til þess gefst. Á morgun er spáð ágætu flugveðri en hvassviðri á mánudag og væntanlega rigningardögum eftir það. 

Reykjavíkurflugvöllur þarf því að vera opinn fyrir flugumferð á morgun!


mbl.is Spara aurinn en kasta krónunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þá skalt þú borga fyrir það!

Það verður að leyfa fólki að spara í friði - ef þú ert ekki til í að borga kostnaðinn geturðu ekki ætlast til að aðrir geri það! Fólk getur bara farið í útsýnisflug á mánudaginn.

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 3.4.2010 kl. 22:31

2 identicon

Það er nú hin ólíklegasta gjaldheimta af flugi. Að spara í friði getur því þýtt það að kasta krónunni til að hirða aurinn. Og þar fyrir utan væri flugvöllurinn opinn í neyð, - þannig að það eru ekkert allir í fríi.

Og Bragi Þór, - á Mánudaginn er spáð hvassviðri, sem þú myndir vita ef þú hefðir lesið aðalpistilinn. Auðvitað mjög skynsamlegt að loka á góðviðrisdegi bara til að keyra svo eftir klukkunni á hvassviðrisdegi.....

Jón Logi (IP-tala skráð) 3.4.2010 kl. 23:28

3 identicon

Þessi lokun sýnir klárlega að það er ekki nokkur þörf fyrir flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Það ætti bara að loka þessu batteríi algjörlega og flytja alla starfsemina til Keflavíkur.

Kristinn (IP-tala skráð) 4.4.2010 kl. 01:29

4 identicon

Stórkostleg röksemdarfærsla hjá Kristni! Ástæða þess að völlurinn sé ekki með þjónustu í dag er sú að Íslendingar eru ekkert að nýta sér innanlandsflugið frekar en aðra þjónustu þessa helgustu daga ársins. Því er flugvöllurinn ekki opinn frekar en Kringlan, Strætó eða annað (Á kannski einnig að loka því?). Það má einnig geta þess að verði farið sjúkra eða neyðarflug í dag þá verður völlurinn opinn eins og venjulega.

Siggi Steins (IP-tala skráð) 4.4.2010 kl. 08:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband