Titanic reynist ósökkvandi

Í gær föstudaginn 13. ákvað ég að laga ljós heima hjá mér sem mér hafði mistekist að gera við fyrir viku síðan. Og viti menn, nú kviknaði ljósið eðlilega - með dimmer og öllu!

Í gærkvöldi ákvað ég síðan í tilefni dagsins að sjá aftur mesta óhapp allra tíma í Titanic 3D. Myndin er nú í þrívídd og verð ég að segja að þrívíddin gerir ekki mikið fyrir myndina en hún er samt frábær skemmtun eins og þegar ég sá hana fyrir 15 árum.

Myndin varð þá vinsælasta kvíkmynd sögunnar en ein mynd hefur náð að skáka henni í vinsældum síðan, en það er myndin Avatar sem sami leikstjórinn, James Cameron, gerði. Hann ákvað núna í tilefni aldarafmælis Titanic slyssins að gefa Titanic út aftur en nú í þrívídd. Í nótt, aðfararnótt 15. apríl verður ein öld frá slysinu.

Og enn fer fólk að sjá Titanic og sagan af þessu hörmulega sjóslysi lifir áfram, þar sem stærsta farþegaskip sem þá hafði verið byggt, sem sagt hafði verið ósökkvandi, rakst á ísjaka og sökk. En minningin um Titanic virðist vera ósökkvandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Raunar var því aldrei haldið fram að skipið væri ósökkvandi. Því var bætt við síðar svona upp á dramað.

Jón Steinar Ragnarsson, 14.4.2012 kl. 15:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband