Mikla þolinmæði þarf til að nota metan

Ég er á metan bíl frá Volkswagen. Ég get tekið undir þessa frétt. Manni hálfkvíðir alltaf fyrir því að taka metan hjá N1 Bíldshöfða. Ég vissi ekki af því að N1 væri með aðra dælu í Hafnarfirði. Verð að skoða það. Á Bíldshöfða er alltaf biðröð, enda er dælan aðeins ein, með tveimur slöngum og dæling tekur talsvert lengri tíma en að taka bensin eða olíu. Metantankurinn á Volkswagen bílnum dugir í ca. 300 km. akstur.

Eins og fram kemur í fréttinni þá er dælan á Bíldshöfða oft kraftlaus þannig að það næst ekki að setja á nema 3/4 tanksins og þá kemst maður enn styttra á tanknum.

Vonandi stendur þetta til bóta en upplýsingar frá N1 gefa ekki góð fyrirheit um það, því miður. Kosturinn við metannotkun er auðvitað talsvert minni kostnaður og hreinni orkunotkun.


mbl.is Metanbílaeigendur í hremmingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Á Bíldshöfða eru 3 dælur er það ekki eða er búið breyta?

Það er ein tvöföld dæla og svo er ein vestar líka. Það er oftast örstutt bið ef nokkur ef maður fer ekki á annatíma.

En ég er sammála að það væri frábært að fá aðra áfyllingarstöð, helst meira miðsvæðis og afgreitt af fyrirtæki sem er ekki tengt olíufélagi.

Walter Ehrat (IP-tala skráð) 15.5.2012 kl. 18:56

2 Smámynd: Davíð Pálsson

Hmm... önnur dæla vestar. Verð að finna hana.

Davíð Pálsson, 15.5.2012 kl. 19:00

3 identicon

Það eru 3 dælur á Höfðanum fyrir Metan, sú seinni er við smurstöðina.

Sigurður Johannesson (IP-tala skráð) 15.5.2012 kl. 20:35

4 Smámynd: Anepo

En af hverju í fjáranum gáði maðurinn ekki að því hversu margar stöðvar væru til?

Þetta er svona eins og að hafa stórskemdann bíl og láta gera við hann án þess að nokkurn tímann spyrja hvað viðgerðin gæti kostað.

Anepo, 15.5.2012 kl. 22:02

5 Smámynd: Davíð Pálsson

Í mínu tilviki þá er Volkswagen bíllinn sem ég nefndi vinnubíll sem ég er á aðra hverja viku. Sjálfur á ég díseljeppa sem er dýr í rekstri!

Mig dreymir um rafmagnsbíl (eins og Nissan Leaf) en er heldur efins um að slíkir bílar gangi við íslenskar aðstæður. Vonandi mun það lagast með framtíðartækni.

Davíð Pálsson, 16.5.2012 kl. 00:01

6 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Góðan dag ég keypti metanbreittan bíl fyrir mánuði og get ekki fengið metan á hann þar sem ég bý hvað þá meira! Hvað eru stjórnvöld að gera? Aumingjar og ræflar allir upp til hópa lofa öllu fögru og fella niður gjöld en svo viti menn ekki gert ráð fyrir að fólk reyni að fara þessa leið til að spara.

Sigurður Haraldsson, 16.5.2012 kl. 07:41

7 identicon

Sigurður. Stjórnvöld hafa ekkert með það að gera, að það sé ekki metan stöð í byggðarlaginu þínu. Þú ættir kannski bara að stofna eina slíka. Þið gætuð jafnvel sett ykkur saman og myndað félaga samtök, sem dreifa þessu gróðalaust. Hitt er svo annað mál, hvað voruð þið að hugsa þegar þið ákváðuð að setja tank fullann af eldfimu gasi inní bílinn ykkar?

Ógnvaldur Valsson (IP-tala skráð) 16.5.2012 kl. 08:14

8 identicon

Sæll Sigurður, varðandi innskot þitt, þá er því miður ekkert vit í að hafa Metansíl í notkun utan nánasta svæðis höfuðborgarinnar, lítið gagn að þurfa alltaf að fara til Rvk. eða Hfj. til að fá áfyllingu. En þetta er framtíðarsýn og stjórnun sitjandi ríkisstjórnar.

Kjartan (IP-tala skráð) 16.5.2012 kl. 08:15

9 identicon

Það eru tvær N1 stöðvar í Hafnarfirði, á Reykjavíkurvegi og í Lækjargötu plús það er sjálfsafgreiðslustöð á Völlunum við Haukaheimilið en ég hef ekki fundið neina Metandælu á þessum stöðvum svo er hún nokkuð ósýnileg ?

Dabbi (IP-tala skráð) 16.5.2012 kl. 09:34

10 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Er kannski röð milli 16-18 á virkum dögum?

Þarf maður ekki að velja heppilegri tíma til áfyllingar.

kv

Sleggjan og Hvellurinn, 16.5.2012 kl. 20:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband