Söngvakeppni Sjónvarpsins - fjórði þáttur sterkur

Lag Heimis Sindrasonar, Cobwebs, í flutningi Unnar Birnu Björnsdóttur var mjög óspennandi og átti þ.a.l. enga möguleika í kvöld.

Lag Trausta Bjarnasonar, Roses, í flutningi Höllu Vilhjálmssonar var alls ekki nógu grípandi til að eiga möguleika.

Lag Örlygs Smára, Got No Love, í flutningi Elektra var gott lag fyrir Eurovision og vel flutt og átti því skilið að komast áfram.

Lag Hallgríms Óskarssonar, I Think The World Of You, í flutningi Færeyingsins Jógvans Hansen komst auðvitað áfram þó að flutningur þess í kvöld hefði getað verið betri.

Um tíma í kvöld hélt ég að Danir myndu senda Íslending til Moskvu og Íslendingar Færeying en það verður víst ekki. Danirnir völdu Íslendinginn Heru Björk ekki.

Í lokakeppninni hérna tel ég lag Óskars Páls Sveinssonar, Is It True, í flutningi Jóhönnu Guðrúnar, vera áberandi besta lagið. Hugsanlega munu Íslendingar þó vilja þakka Færeyingum veittan efnahagsstuðning og senda Jógvan til Moskvu fyrir okkar hönd. Ekki það að lagið sem hann söng í kvöld; I Tink The World Of You, er líka alveg frambærilegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband