D-vítamín í stað flensubólusetningar

Blessunarlega hefur fjölskylda mín sloppið við svínaflensuna fram að þessu. Núna er bóluefnið komið til landsins en einhver tími (vikur) mun líða þar til almenningur verður bólusettur. Eftir bólusetninguna munu líða einhverjar vikur þar til bóluefnið fer að virka. Sjálfur hef ég aldrei farið í flensubóluetningar og í einhver skipti fengið flensu og orðið drulluveikur. Crying Konan mín minnir mig þá alltaf á að taka lýsi sem ég geri aldrei. Sick

Læknar hafa sagt að sterkt ónæmiskerfi sé einhver besta vörnin gegn flensu. Þannig benda þeir á að nægt magn D-vítamíns í líkamanum sé mjög mikilvægt til að halda ónæmiskerfinu sterku. D-vítamín fær maður t.d. úr fiskmeti eins og lax og síld og einnig er lýsið D-vítamínríkt.

Salade_de_jambon_cru_et_saumon_fume

Ofgnótt D-vítamíns er ekki sögð góð þannig að ég ætla ekki að fara að taka það inn í töfluformi en breyta hinsvegar mataræðinu. Nú fer ég líka að taka lýsi. Grin

Hér er síða sem nefnir ýmsa kosti D-vítamíns: http://health.learninginfo.org/benefits_vitamind.htm


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Inside Bilderberg (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 18:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband